Lífið

Hörð jólalagakeppni á Rás 2

„Flytjendur eru allt frá hinum þriggja ára gamla Hróari Hrólfssyni til stórstjörnunnar Björgvins Halldórssonar,“ segir Óli Palli.
„Flytjendur eru allt frá hinum þriggja ára gamla Hróari Hrólfssyni til stórstjörnunnar Björgvins Halldórssonar,“ segir Óli Palli.

Í síðasta mánuði var blásið til hinnar árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og bárust tæplega 80 lög að þessu sinni. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda, en í fyrra sigraði Greta Salóme Stefánsdóttir með lagið Betlehem.

„Það kennir ýmissa grasa og í úrslitum í ár eru stór og hátíðleg jólalög, lítil og sæt jólalög og allt þar á milli. Flytjendur eru allt frá hinum þriggja ára gamla Hróari Hrólfssyni til stórstjörnunnar Björgvins Halldórssonar,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2. Dómnefnd á vegum stöðvarinnar hefur nú valið tíu lög úr bunkanum og hlustendur sjá svo um að kjósa vinningslagið, en hægt er að hlusta á lögin og kjósa á heimasíðu Popplands, ruv.is/poppland. Lögin tíu munu hljóma á Rás 2 til miðvikudagsins 16. desember, en þá verður tilkynnt um sigurvegara í Jólalagakeppninni. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegarinn fær rúm frá Rekkjunni og 100.000 króna gjafabréf í Krónunni. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.