Lífið

Þreyttur Páll Óskar þráir frí

Páll Óskar er bókaður út næsta ár. Fréttablaðið/anton
Páll Óskar er bókaður út næsta ár. Fréttablaðið/anton

„Ég þrái að liggja uppi í rúmi með tærnar upp í loftið og horfa á DVD. Það móment kemur bara ekki nógu oft,“ segir konungur poppsins, Páll Óskar Hjálmtýsson.

Vinsældir Palla eru með ólíkindum. Hann hefur selt plöturnar Allt fyrir ástina og Silfursafnið í meira en 32 þúsund eintökum og er búinn að bóka sig á skemmtanir út árið 2010 – og árið er ekki einu sinni hafið!

„Síminn stoppar ekki. Ég er löngu hættur að taka við bókunum, ég er að reyna að skera niður ef eitthvað er. Mig vantar ekki vinnu, mig vantar frí,“ segir Palli, en hann var staddur í Vestmannaeyjum að æfa fyrir jólatónleika þegar Fréttablaðið náði í hann. „Ég er staddur á einhverjum skrýtnum stað, þar sem mér líður eins og ég sé búinn að keyra mig út og er að sýna merki ofþreytu. Það er bara ekki baun sniðugt. Það er staður sem ég vil ekki vera á.“

Páll Óskar fagnar stórafmæli á næsta ári þegar hann verður fertugur og því hyggst hann fagna veglega. Þá vonast hann til að senda frá sér plötu, en ætlar ekki að stressa sig á því, heldur vinna að henni þar til hún verður góð.

- Á svo ekki að skella sér á strönd í janúar – taka smá frí?

„Jú. Ég er búinn að teikna upp árið 2010 í stórum dráttum og inni í því eru líka verðskulduð frí.“

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.