Lífið

Endurgerir rokkballöðu

Miley Miley Cyrus ætlar að endurgera gamla rokkballöðu.
Miley Miley Cyrus ætlar að endurgera gamla rokkballöðu.

Hin unga söngkona Miley Cyrus ætlar að endurgera rokkballöðuna Every Rose Has It‘s Thorn sem hárprúða hljómsveitin Poison gerði vinsælt á sínum tíma. Cyrus hefur eytt miklum tíma í hljóðveri ásamt Bret Michaels, söngvara Poison, við upptökur á laginu. „Every Rose er eitt af uppáhaldslögum Miley,“ var haft eftir Trish Cyrus, móður Miley.

Miley sjálf sagðist hlakka til þess að verða eldri og geta hætt að syngja popptónlist og einbeitt sér heldur að þeirri tónlist sem hún sjálf hefur unun af. „Ég er að eldast og aðdáendur mínir líka, það þýðir að bráðum fæ ég frelsi til að gera framsæknari tónlist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.