Lífið

Týnt viðtal við Lennon birt

john og yoko Viðtal við John Lennon og Yoko Ono frá árinu 1968 hefur loksins verið birt í heild sinni.
john og yoko Viðtal við John Lennon og Yoko Ono frá árinu 1968 hefur loksins verið birt í heild sinni.

Viðtal sem var tekið við John Lennon og Yoko Ono árið 1968 hefur loksins verið birt í heild sinni, 41 ári síðar. Það voru breski háskólaneminn Maurice Hindle og skólafélagi hans sem tóku viðtalið, sem hefur nú verið birt í blaðinu New Statesman. Það var John Lennon sjálfur sem sótti nemana tvo á lestarstöð skammt frá heimili sínu í Surrey.

„Fyrir utan Weybridge-stöðina stöðvaðist Mini Cooper-bíll með skyggðum rúðum sem leit út eins og bíll úr The Italian Job-myndinni,“ sagði Hindle. „Í bílstjórasætinu var Lennon. Við tróðum okkur í aftursæti bílsins og John keyrði okkur upp holóttan einkaveginn sem leiddi að heimili hans.“

Viðtalið stóð yfir í sex klukkustundir. Í því ræddi Lennon um þá gagnrýni sem hann og Bítlarnir höfðu fengið fyrr á árinu frá sósíalistanum Tariq Ali. Þar gagnrýndi Ali meðal annars lagið Revolution og þótti það áhrifaminna en margir vildu meina. Lennon þótti lítið til skrifa Alis koma og taldi að hann þyrfti að breyta um hugsunarhátt ef hann vildi breyta samfélaginu til hins betra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.