Sport

Alvaran byrjar hjá Khan í mars

Khan var óvænt rotaður í september í fyrra, en andstæðingur hans í vor verður enn sterkari
Khan var óvænt rotaður í september í fyrra, en andstæðingur hans í vor verður enn sterkari NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Amir Khan fær fyrstu stóru prófraun sína á ferlinum þann 14. mars nk þegar hann mætir sjöföldum heimsmeistara Marco Antonio Barrera í heimalandi sínu.

Hinn 22 ára gamli Kahn hefur verið helsta vonarstjarna Breta í léttari vigtum hnefaleika og hefur smátt og smátt verið að fá erfiðari andstæðinga.

Mótherji hans nú er enginn nýgræðingur í greininni, enda varð hann á sínum tíma fyrsti maðurinn til að sigra "Prinsinn" Naseem Hamed árið 2001.

Barrera á að baki sjö titla í þremur þyngdarflokkum og hefur unnið 64 af 71 bardaga sínum á ferlinum.

"Ég var og er mikill aðdáandi Barrera, en menn gleyma því þegar þeir stíga inn í hringinn. Ég held að ég hafi hraðann til að sigra hann, en þetta er kjörinn bardagi fyrir mig," sagði Khan.

Khan sigraði í síðasta bardaga sínum í desember sl. þegar hann hafði betur gegn Íranum Oisin Fagan, en það var fyrsti bardagi hans eftir að hann tapaði óvænt fyrsta bardaga sínum á ferlinum gegn Breidis Prescott í september á síðasta ári.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×