Benni Ólsari vill tíu milljónir 24. janúar 2009 06:45 Hann grætur Kompás ekki og vandar umsjónarmönnum ekki kveðjurnar en hann vill tíu milljónir í skaðabætur vegna þáttar um handrukkun. fréttablaðið/vilhelm „Þetta mál er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Prófmál og engin furða að þessir menn séu að míga á sig. Hætt að sýna Kompás og allt enda þeir búnir að kúka upp á bak þessir pappakassar,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson – betur þekktur sem Benni Ólsari. Lögmaður Benna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur lagt fram stefnu og krefst tíu milljóna króna, greiðslu málskostnaðar og vaxta vegna Kompásþáttar sem sýndur var í mars árið 2008. Stefnan er stíluð á Kristin Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365. Lögmaður 365, Einar Þór Sverrisson, vinnur nú að greinargerð þar sem stefnunni verður svarað áður en hún er lögð fram. Stefna Benna er upp á tíu síður og er fjallað ítarlega um það þegar fréttaþátturinn Kompás tók upp með földum myndavélum viðskipti Benna og Ragnars Magnússonar sem enduðu með því að Benni gekk í skrokk á Ragnari. Þátturinn fjallaði um handrukkun og bar yfirskriftina „Hnefaréttur“. Í kærunni er farið nokkrum orðum um fjölmiðlavald, sagt að 365 hafi beitt öllu sínu fjölmiðlaafli til að auglýsa þáttinn sem hafi verið brot á friðhelgi Benna. „Þessari fjárkröfu er mjög í hóf stillt,“ segir Vilhjálmur en í stefnunni segir meðal annars að stefnandi eigi ekki að þurfa að þola að vera „tekinn af lífi án dóms og laga í fjölmiðlum stefndu.“ Mál þetta kemur upp á sérkennilegum tíma því í gær [fimmtudag] var þeim Kristni og Jóhannesi sagt upp störfum og Kompásþátturinn sleginn af. Benni grætur Kompás ekki og vandar umsjónarmönnum reyndar ekki kveðjurnar. „Þeir skutu sig í fótinn með að vera með glæpamann sem píslarvott. Af hverju notuðu þeir ekki Palla saklausa úr Grafarvoginum frekar en stilla glæpamanni dauðans upp gegn mér? Ég veit ekki hvað þeir þykjast vera þessir karlar, vitnandi í 60 minutes og þykjast vera einhverjir voðalegir rannsóknarblaðamenn – þessir snillingar,“ segir Benni. Hann telur aðspurður stefnu sína reyndar ekki tengjast því að þátturinn hafi verið sleginn af. „Ég náttúrulega fagna því að Benjamín hafi fundið leið siðmenntaðra réttarúrræða telji hann á sér brotið. Og leggi nú fróma hönd á lögbók fremur en að kreppa hnefann,“ segir Kristinn Hrafnsson. Hann segir stefnu Vilhjálms ótrúlegt skemmtiefni og broslega lesningu: „Að Benni krefjist friðhelgi einkalífs til að geta lúskrað á manni á Hafnarvoginni í Hafnarfirði fyrir allra augum. Menn mæta þessu náttúrulega með yfirvegun í réttarsal en óneitanlega sætir það furðu að maðurinn sem telur alla anga hins „illa“ veldis 365 hafa tekið sig af lífi og skuli svo glaðbeittur ætla að spranga inn á gólf hjá skemmtikröftum stöðvarinnar til að lyfta sér á stall sem hinn geðþekki handrukkari sem hann hefur viðurkennt að vera í samtölum við mig,“ segir Kristinn. En til stóð að Auddi og Sveppi væru með Benna sem sinn fyrsta gest í nýjum frétta- og skemmtiþætti sínum en flautuðu það af á síðustu stundu. jakob@frettabladid.is Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira
„Þetta mál er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Prófmál og engin furða að þessir menn séu að míga á sig. Hætt að sýna Kompás og allt enda þeir búnir að kúka upp á bak þessir pappakassar,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson – betur þekktur sem Benni Ólsari. Lögmaður Benna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur lagt fram stefnu og krefst tíu milljóna króna, greiðslu málskostnaðar og vaxta vegna Kompásþáttar sem sýndur var í mars árið 2008. Stefnan er stíluð á Kristin Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365. Lögmaður 365, Einar Þór Sverrisson, vinnur nú að greinargerð þar sem stefnunni verður svarað áður en hún er lögð fram. Stefna Benna er upp á tíu síður og er fjallað ítarlega um það þegar fréttaþátturinn Kompás tók upp með földum myndavélum viðskipti Benna og Ragnars Magnússonar sem enduðu með því að Benni gekk í skrokk á Ragnari. Þátturinn fjallaði um handrukkun og bar yfirskriftina „Hnefaréttur“. Í kærunni er farið nokkrum orðum um fjölmiðlavald, sagt að 365 hafi beitt öllu sínu fjölmiðlaafli til að auglýsa þáttinn sem hafi verið brot á friðhelgi Benna. „Þessari fjárkröfu er mjög í hóf stillt,“ segir Vilhjálmur en í stefnunni segir meðal annars að stefnandi eigi ekki að þurfa að þola að vera „tekinn af lífi án dóms og laga í fjölmiðlum stefndu.“ Mál þetta kemur upp á sérkennilegum tíma því í gær [fimmtudag] var þeim Kristni og Jóhannesi sagt upp störfum og Kompásþátturinn sleginn af. Benni grætur Kompás ekki og vandar umsjónarmönnum reyndar ekki kveðjurnar. „Þeir skutu sig í fótinn með að vera með glæpamann sem píslarvott. Af hverju notuðu þeir ekki Palla saklausa úr Grafarvoginum frekar en stilla glæpamanni dauðans upp gegn mér? Ég veit ekki hvað þeir þykjast vera þessir karlar, vitnandi í 60 minutes og þykjast vera einhverjir voðalegir rannsóknarblaðamenn – þessir snillingar,“ segir Benni. Hann telur aðspurður stefnu sína reyndar ekki tengjast því að þátturinn hafi verið sleginn af. „Ég náttúrulega fagna því að Benjamín hafi fundið leið siðmenntaðra réttarúrræða telji hann á sér brotið. Og leggi nú fróma hönd á lögbók fremur en að kreppa hnefann,“ segir Kristinn Hrafnsson. Hann segir stefnu Vilhjálms ótrúlegt skemmtiefni og broslega lesningu: „Að Benni krefjist friðhelgi einkalífs til að geta lúskrað á manni á Hafnarvoginni í Hafnarfirði fyrir allra augum. Menn mæta þessu náttúrulega með yfirvegun í réttarsal en óneitanlega sætir það furðu að maðurinn sem telur alla anga hins „illa“ veldis 365 hafa tekið sig af lífi og skuli svo glaðbeittur ætla að spranga inn á gólf hjá skemmtikröftum stöðvarinnar til að lyfta sér á stall sem hinn geðþekki handrukkari sem hann hefur viðurkennt að vera í samtölum við mig,“ segir Kristinn. En til stóð að Auddi og Sveppi væru með Benna sem sinn fyrsta gest í nýjum frétta- og skemmtiþætti sínum en flautuðu það af á síðustu stundu. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira