Lífið

Tobey ruglað saman við Jake

Margir rugla saman leikurunum Toby Maguire og Jake Gyllenhaal. Þeir leika einmitt bræður í nýrri mynd.
Margir rugla saman leikurunum Toby Maguire og Jake Gyllenhaal. Þeir leika einmitt bræður í nýrri mynd.

Leikarinn Toby Maguire segist gefa eiginhandaráritanir með nöfnum annarra leikara. Að hans sögn gerist það nokkuð oft að fólk ruglist á honum og Jake Gyllenhaal og þegar það gerist leiki hann með.

„Fólk er stanslaust að ruglast á mér og öðrum leikurum, það er klikkað. Sumir rugla mér og Jake Gyllenhaal saman og vilja ræða frammistöðu mína í kvikmyndinni Brokeback Mountain. Aðrir halda að ég sé Elijah Wood. Þegar fólk kemur til mín og hrósar mér fyrir leik í myndum sem ég lék ekki í, þá kvitta ég bara með nafni þess leikara og þakka þeim fyrir hrósið."

Maguire segist vera mikill fjölskyldumaður og telur mikilvægt að gefa sér tíma með konu sinni og börnum.

„Ég held ég sé með ágæta hugmynd um hversu svalur ég er, ég er ekki að reyna að vera stjarna. Mikilvægast er að mér líði vel sem manneskju. Í forgangi hjá mér er að eyða tíma með konu minni og börnum. En ég elska það sem ég geri, þannig að það skiptir mig einnig miklu máli."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.