Óhamingjuvopnin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. janúar 2009 06:00 Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að gefa ekki kost á sér til endurkjörs af þessum nýju persónulegu ástæðum er bæði skiljanleg og ábyrg. Af þessu leiðir að ný stefnumótun Sjálfstæðisflokksins bíður þar til nýr formaður leggur línur þar um. Fjarvera formanns Samfylkingarinnar hefur leitt af sér hálfgert stjórnleysi þar á bæ. Reykjavíkurfélag flokksins hefur krafist stjórnarslita. Varaformaður hans og þingflokksformaður hafa endurómað þá kröfu. Alþýðusamband Íslands hefur gert það sama. Áratugir eru síðan því hefur verið beitt með slíkum hætti. Málefnalegum undirstöðum stjórnarsamstarfsins hefur með þessu verið kippt í burtu. Vandséð er hvernig því má breyta eftir það sem á undan er gengið. Í þessu ljósi verður stjórnin í reynd starfsstjórn kjósi báðir flokkarnir að láta hana sitja fram til vorkosninga. Við þær aðstæður er viðbúið að kosningarnar yrðu fremur uppgjör við fortíðina en vegvísir að nýrri framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn gæti hins vegar látið Samfylkinguna axla ábyrgð á biðstöðunni með því að taka frumkvæði að formlegum slitum samstarfsins. Á sama hátt gæti Samfylkingin ákveðið að stíga strax skrefið til fulls með myndun vinstri stjórnar eftir gamla laginu. Kosningarnar myndu þá snúast um áframhaldandi umboð til hennar. Kjósendur ættu um leið kost á að veikja það umboð með því að styðja hugsanlega endurnýjaðan Sjálfstæðisflokk eða nýja flokka sem væru því fráhverfir. Fátt bendir til að erfitt verði að koma flokkum saman í ríkisstjórn. Hitt er áhyggjuefni að margt bendir til að málefnaleg stjórnarkreppa gæti orðið langdræg. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir þjóðina þegar upp verður staðið. Myndin sem við blasir er sú að armurinn yst til hægri í Sjálfstæðisflokknum hafi náð að hindra að forystan geti náð málefnalegri málamiðlun á miðju stjórnmálanna um nýja framtíðarmynt og aðild að Evrópusambandinu. Á sama hátt hefur vinstri armur Samfylkingarinnar ýtt þessu grundvallaratriði til hliðar í þeim tilgangi að ná samvinnu við VG. Hér eru menn í blindgötu. Að einhverju leyti vegna þess að uppgjöri við fortíðina var skotið á frest. Þegar litið er á málefnaforsendur vinstra samstarfs er svipuð staða upp á teningnum. VG er andvígt Evrópusambandinu. Sú umræða færi í flókið ferli á ný. Trúlega kæmist VG ekki upp með að segja samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp. Einsýnt er þar á móti að VG mun aldrei fallast á fjárlagaforsendur hans. Samningurinn verður því kominn í uppnám í byrjun næsta árs. Þegar þar að kemur verða hægri og miðjuarmar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komnir með samviskuveiki sem smám saman gerir stjórnarsamstarf af þessu tagi meira og minna óvirkt. Af því getur hlotist langvarandi málefnaleg stjórnarkreppa. Að öllu þessu virtu má ljóst vera að þeir bera ríka ábyrgð sem nú eru að brjóta niður málefnalega möguleika til samvinnu á miðju stjórnmálanna um vegferð landsins inn í nýja framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að gefa ekki kost á sér til endurkjörs af þessum nýju persónulegu ástæðum er bæði skiljanleg og ábyrg. Af þessu leiðir að ný stefnumótun Sjálfstæðisflokksins bíður þar til nýr formaður leggur línur þar um. Fjarvera formanns Samfylkingarinnar hefur leitt af sér hálfgert stjórnleysi þar á bæ. Reykjavíkurfélag flokksins hefur krafist stjórnarslita. Varaformaður hans og þingflokksformaður hafa endurómað þá kröfu. Alþýðusamband Íslands hefur gert það sama. Áratugir eru síðan því hefur verið beitt með slíkum hætti. Málefnalegum undirstöðum stjórnarsamstarfsins hefur með þessu verið kippt í burtu. Vandséð er hvernig því má breyta eftir það sem á undan er gengið. Í þessu ljósi verður stjórnin í reynd starfsstjórn kjósi báðir flokkarnir að láta hana sitja fram til vorkosninga. Við þær aðstæður er viðbúið að kosningarnar yrðu fremur uppgjör við fortíðina en vegvísir að nýrri framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn gæti hins vegar látið Samfylkinguna axla ábyrgð á biðstöðunni með því að taka frumkvæði að formlegum slitum samstarfsins. Á sama hátt gæti Samfylkingin ákveðið að stíga strax skrefið til fulls með myndun vinstri stjórnar eftir gamla laginu. Kosningarnar myndu þá snúast um áframhaldandi umboð til hennar. Kjósendur ættu um leið kost á að veikja það umboð með því að styðja hugsanlega endurnýjaðan Sjálfstæðisflokk eða nýja flokka sem væru því fráhverfir. Fátt bendir til að erfitt verði að koma flokkum saman í ríkisstjórn. Hitt er áhyggjuefni að margt bendir til að málefnaleg stjórnarkreppa gæti orðið langdræg. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir þjóðina þegar upp verður staðið. Myndin sem við blasir er sú að armurinn yst til hægri í Sjálfstæðisflokknum hafi náð að hindra að forystan geti náð málefnalegri málamiðlun á miðju stjórnmálanna um nýja framtíðarmynt og aðild að Evrópusambandinu. Á sama hátt hefur vinstri armur Samfylkingarinnar ýtt þessu grundvallaratriði til hliðar í þeim tilgangi að ná samvinnu við VG. Hér eru menn í blindgötu. Að einhverju leyti vegna þess að uppgjöri við fortíðina var skotið á frest. Þegar litið er á málefnaforsendur vinstra samstarfs er svipuð staða upp á teningnum. VG er andvígt Evrópusambandinu. Sú umræða færi í flókið ferli á ný. Trúlega kæmist VG ekki upp með að segja samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp. Einsýnt er þar á móti að VG mun aldrei fallast á fjárlagaforsendur hans. Samningurinn verður því kominn í uppnám í byrjun næsta árs. Þegar þar að kemur verða hægri og miðjuarmar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komnir með samviskuveiki sem smám saman gerir stjórnarsamstarf af þessu tagi meira og minna óvirkt. Af því getur hlotist langvarandi málefnaleg stjórnarkreppa. Að öllu þessu virtu má ljóst vera að þeir bera ríka ábyrgð sem nú eru að brjóta niður málefnalega möguleika til samvinnu á miðju stjórnmálanna um vegferð landsins inn í nýja framtíð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun