Button brattur á heimavellinum 18. júní 2009 17:32 Jenson Button verður fullur sjálfstrausts á Silverstone. Mynd: Gety Images Jenson Button verður á heimavelli þegar hann mætir keppinautum sínum í Formúlu 1 á Silverstone í Bretlandi um helgina. "Ég vil standa mig vel fyrir framan landa mína, ekki síst þar sem þetta er síðasta mótið á Silverstone í einhvern tíma. Ég vona að það verði mikill mannfjöldi á brautinni og andrúmsloftið verður kyngimagnað", sagði Button í dag. Button er með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna og því engin hætta á að hann tapi forystuhlutverkinu enn sem komið er. "Ef allt fer á versta veg, þá verð ég með 16 stiga forskot eftir mótið... En ég vill hámarka árangur minn í hverju móti, en verð þó afslappaður. Ég finn ekkert fyrir auka pressu á mér þó ég keppi á heimavelli. Það vantaði stemmninguna í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi." Button fylgist grannt með gangi máli í deilum FIA og FOTA. "Keppnisliðin og FIA verða að leysa málin og er að vinna að lausn. Ég get ekki breytt gangi mála hvað þetta varðar. Ég held að allir sem eru að keppa í ár, keppi á næsta ári", sagði Button. Fjallað verður um mótið á Silverstone í þættinum Rásmarkið kl. 23:00 á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button verður á heimavelli þegar hann mætir keppinautum sínum í Formúlu 1 á Silverstone í Bretlandi um helgina. "Ég vil standa mig vel fyrir framan landa mína, ekki síst þar sem þetta er síðasta mótið á Silverstone í einhvern tíma. Ég vona að það verði mikill mannfjöldi á brautinni og andrúmsloftið verður kyngimagnað", sagði Button í dag. Button er með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna og því engin hætta á að hann tapi forystuhlutverkinu enn sem komið er. "Ef allt fer á versta veg, þá verð ég með 16 stiga forskot eftir mótið... En ég vill hámarka árangur minn í hverju móti, en verð þó afslappaður. Ég finn ekkert fyrir auka pressu á mér þó ég keppi á heimavelli. Það vantaði stemmninguna í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi." Button fylgist grannt með gangi máli í deilum FIA og FOTA. "Keppnisliðin og FIA verða að leysa málin og er að vinna að lausn. Ég get ekki breytt gangi mála hvað þetta varðar. Ég held að allir sem eru að keppa í ár, keppi á næsta ári", sagði Button. Fjallað verður um mótið á Silverstone í þættinum Rásmarkið kl. 23:00 á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira