Þjóðverjinn Timo Glock keyrði harkalega útaf í tímatökum fyrir japanska kappakustrinn í Suzuka í nótt. Grófst Toyota bíll hans inn í dekkjavegg eftir að hann missti vald á honum í lokabeygju brautarinnar.
Bíllinn skreið út að aftan og upp á kant á yfir 200 km hraða, sveif yfir malargryfju og á varnarvegginn. Yfirmenn Toyota segja óljóst hvort hann fær að keppa, en það verður ákveðið á sunnudagsmorgun að japönskum tíma. Keppnin fer fram klukkan fimm um nótt að íslenskum tíma.
Glock hafði þjáðst af flenstu og talsverðum hita í gær, en fékk leyfi til að aka í tímatökum samkvæmt læknisráðí í morgun. En það var allur vindur úr honum eftir óhappið, en hann var fluttur með þyrlu á spítala. Hann reyndist þó aðeins hruflaður og svekktur, þar sem hann var með góðan millitíma rétt fyrir óhappið. Glock náði öðru sæti í síðustu keppni sem var í Singapúr um síðustu helgi.
Endursýnt er frá tímatökunum á Stöð 2 Sport kl. 12.00 í dag.
Sjá brautarlýsingu og tímatökutímanna