Lífið

Sirkusandinn lét á sér kræla í Færeyjum

Eigendurnir Sunneva, Sigga Boston og Jóel reka saman Sirkus í Færeyjum.myndir/högni Egholm
Eigendurnir Sunneva, Sigga Boston og Jóel reka saman Sirkus í Færeyjum.myndir/högni Egholm

Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði með pompi og prakt í Færeyjum um síðustu helgi. Fjöldi heimamanna og Íslendinga sóttu opnunarkvöldið og að sögn Jóels Briem, eins eiganda staðarins, var fullt út að dyrum.

Skemmtistaðurinn Sirkus hefur verið endurvakinn í Þórshöfn undir nafninu Sirkus Föroyar. Staðurinn opnaði formlega 11. desember síðastliðinn. Á neðri hæð hússins er að auki starfrækt tískuverslunin Zoo sem selur íslenska og færeyska hönnun.

„Húsið var troðfullt á opnunarkvöldinu og ég frétti að þetta væri í fyrsta sinn í skemmtanasögu Færeyja sem fólk þurfti að bíða í röð til að komast inn. Vikan er búin að vera góð og það er stöðugur straumur af fólki hingað inn. Það er líka búið að vera mikið að gera í tískuversluninni á neðri hæðinni enda hún þykir svolítið öðruvísi en aðrar búðir hérna,“ segir Jóel Briem, sem á skemmtistaðinn ásamt Sigríði Guðlaugsdóttur og Sunnevu Eysturstein.

„Þetta gekk bara vonum framar og ég held að allir hafi fundið greinilega Sirkusstemningunni.“- sm

Efri hæðin Staðurinn er á tveimur hæðum, alveg eins og gamli Sirkus.
á Kantinum Færeyingar eru hrifnir af viðbótinni við skemmtanalífið í Þórshöfn.


Verslunarstjórar Þessi tvö sjá um daglegan rekstur verslunarinnar Zoo sem er á jarðhæð hússins.
Zoow Verslunin Zoo selur bæði íslenska og færeyska hönnun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.