Sport

ÍM25: Hrafnhildur með Íslandsmet í 100 metra bringu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Mynd/Eyþór

Enn eitt Íslandsmetið er nú fallið á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug á þriðja keppnisdeginum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi rétt í þessu.

Hrafnhildur synti á tímanum 1:08,46 en gamla metið átti Erla Dögg Haraldsdóttir sem var í harðri baráttu við Hrafnhildi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×