Lífið

Baltasar hræðist ekki Mel Gibson

Hvergi Banginn
<B>Baltasar Kormákur</B> hefur verið í samningaviðræðum við stórt framleiðslufyrirtæki í Hollywood um bæði framleiðslu og dreifingu á víkingamyndinni sinni. <B>Mel Gibson</B> hyggst einnig gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki.
Hvergi Banginn <B>Baltasar Kormákur</B> hefur verið í samningaviðræðum við stórt framleiðslufyrirtæki í Hollywood um bæði framleiðslu og dreifingu á víkingamyndinni sinni. <B>Mel Gibson</B> hyggst einnig gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki.

„Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu.

En samkeppnin er hörð og Gibson er mikill söguáhugamaður þegar kemur að kvikmyndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst uppgefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatímabilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamyndir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvitað merkileg tilviljun. En maður gefst ekkert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa," segir Baltasar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.