Lífið

Clooney bestur

Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, vann National Board of Review-verðlaunin.
Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, vann National Board of Review-verðlaunin.

Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, var kjörin besta kvikmyndin af hinum virtu bandarísku samtökunum National Board of Review. Litið er á verðlaunin sem þau fyrstu stóru af þeirri verðlaunabylgju sem er fram undan. Þau þykja gefa góða vísbendingu um það sem koma skal því síðustu tvær myndir sem hafa verið valdar bestar af samtökunum, No Country for Old Men og Slumdog Millionaire, voru báðar kjörnar bestu myndirnar á Óskarsverðlaununum.

Clooney var einnig kjörinn besti leikarinn en í myndinni, sem Jason Reitman leikstýrir, leikur hann mann sem vinnur við það að reka fólk. Morgan Freeman var sömuleiðis valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Invictus undir leikstjórn Clints Eastwood, var einnig verðlaunaður sem besti leikstjórinn. Invictus fjallar um stuðning Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, við ruðningslið landsins.


Tengdar fréttir

Vill engin veisluhöld

Leikstjórinn Clint Eastwood hefur engan áhuga á því að halda upp á áttræðisafmælið sitt á næsta ári. Hann nær þessum merka áfanga í maí en hefur bannað eiginkonu sinni að gefa sér gjafir. Hann vill heldur ekki að afmælisveisla verði haldin fyrir sig. „Þegar maður kemst á áttræðisaldurinn gerast ákveðnir hlutir. Einn er sá að maður hættir að halda upp á afmælið,“ sagði Eastwood, sem vill miklu frekar fá sér rauðvínsglas með konunni og hafa það náðugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.