Lífið

Hundrað Íslendingar unnu ókeypis ferð til Kanaríeyja

Hundrað Íslendingar er á leið í ókeypis ferð til Kanaríeyja dagana 25. nóvember til 2. desember. Ferðin er fyrsti hluti umfangsmikillar Evrópuherferðar ferðamálayfirvalda á Kanaríeyjum.

Fram kemur í tilkynningu að íslensku vinningshafarnir verða sérstakir „sendiherrar" Kanaríeyja um alla Evrópu því með hjálp Netsins og annarra tengslaneta verða þeir fengnir til að miðla boðskapnum „burt með skammdegisþunglyndið" um alla álfuna.

„Það vakti mikla athygli í október síðastliðnum þegar 100 appelsínuklædd ungmenni frá Kanaríeyjum þutu um stræti Reykjavíkur og gáfu Íslendingum færi á að vinna ókeypis sólarlandaferð mitt í vetrardrunganum, sem þjáir bæði Íslendinga og Norður-Evrópubúa vegna sólarleysis. Mikil veisla var haldin í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, sem og á skemmtistaðnum Austrinu, þar sem fólk fékk að láta ljós sitt skína og freista þess að vinna vikuferð til Kanaríeyja," segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt að verkefnið sé eitt stærsta átak sem ferðamálayfirvöld á Kanaríeyjum hafa ráðist í en markmiðið er að ná til íbúa norðurhluta álfunnar og fá þá til að heimsækja hinar sólríku Kanaríeyjar.

Átakið kallast á ensku „We share our fortune: Operation no winter blues!" eða „Deilum gæfu okkar: Burt með skammdegisþunglyndið!" og hófst á Íslandi nú í október, en í kjölfarið verður farið í svipaðar herferðir í 15 öðrum löndum Norður-Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.