Meistaraverk HAM í pípunum 10. desember 2009 05:30 Óttarr Proppé og Sigurjón í HAM. Auk þeirra eru Flosi Þorgeirsson, Sigurður Björn Blöndal og Arnar Geir Ómarsson í bandinu. Jóhann Jóhannsson er svo utanáliggjandi meðlimur. „Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni. „Já, ég myndi segja að nú sé klassísk HAM-plata að verða til. Það hlýtur bara að vera miðað við hvað við höfum verið kreatífir,“ segir Sigurjón Kjartansson. „Þetta verður fyrsta alvöru HAM-platan síðan Buffalo Virgin kom út fyrir tuttugu árum. Við getum kannski kallað Dauður hestur heilsteypt verk þó að það sé samansafn. Svo eru þetta bara læfplötur.“ HAM spilar tvö gigg í ár. Bandið var á Eistnaflugi í sumar og spilar á rokkhátíðinni Reykjavík to Rotterdam í Hollandi 18. desember næstkomandi. „Þetta er stórmerkilegt gigg með einhverjum öðrum íslenskum hljómsveitum sem ég veit ekkert hverjar eru (UMTBS, Benny Crespo’s Gang, Mugison og Bloodgroup - innskot höfundar),“ segir Sigurjón. „Ég fylgist lítið með músík og hef lítið gaman af músík nema minni eigin. Við ætluðum að taka Berlín í leiðinni en það varð að fresta því. Berlínarbúar hafa ekki séð okkur í 21 ár og verða því bara að bíða aðeins lengur. Rotterdambúar eru hreinar meyjar þegar kemur að HAM. Við ætlum að spila mikið af nýja efninu, en þetta er svo sem allt nýtt fyrir þeim. Þetta er ágætt eins og við höfum haft þetta. Við spilum kannski eitthvað aðeins meira ef við gefum út á næsta ári, sem ég get ekki lofað. En ég vildi allavega vilja sjá okkur taka plötuna upp á næsta ári hvort sem við gefum hana út þá eða 2011. Hmmm...? Jú, það er aldrei að vita nema við verðum með meistarastykkið á næsta ári.“ drg@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni. „Já, ég myndi segja að nú sé klassísk HAM-plata að verða til. Það hlýtur bara að vera miðað við hvað við höfum verið kreatífir,“ segir Sigurjón Kjartansson. „Þetta verður fyrsta alvöru HAM-platan síðan Buffalo Virgin kom út fyrir tuttugu árum. Við getum kannski kallað Dauður hestur heilsteypt verk þó að það sé samansafn. Svo eru þetta bara læfplötur.“ HAM spilar tvö gigg í ár. Bandið var á Eistnaflugi í sumar og spilar á rokkhátíðinni Reykjavík to Rotterdam í Hollandi 18. desember næstkomandi. „Þetta er stórmerkilegt gigg með einhverjum öðrum íslenskum hljómsveitum sem ég veit ekkert hverjar eru (UMTBS, Benny Crespo’s Gang, Mugison og Bloodgroup - innskot höfundar),“ segir Sigurjón. „Ég fylgist lítið með músík og hef lítið gaman af músík nema minni eigin. Við ætluðum að taka Berlín í leiðinni en það varð að fresta því. Berlínarbúar hafa ekki séð okkur í 21 ár og verða því bara að bíða aðeins lengur. Rotterdambúar eru hreinar meyjar þegar kemur að HAM. Við ætlum að spila mikið af nýja efninu, en þetta er svo sem allt nýtt fyrir þeim. Þetta er ágætt eins og við höfum haft þetta. Við spilum kannski eitthvað aðeins meira ef við gefum út á næsta ári, sem ég get ekki lofað. En ég vildi allavega vilja sjá okkur taka plötuna upp á næsta ári hvort sem við gefum hana út þá eða 2011. Hmmm...? Jú, það er aldrei að vita nema við verðum með meistarastykkið á næsta ári.“ drg@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“