Körfubolti

Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tommy Johnson í baráttu um fráköst í úrslitakeppnini 2008.
Tommy Johnson í baráttu um fráköst í úrslitakeppnini 2008.

KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Tommy Johnson lék með Keflavík keppnistímabilið 2007-2008. Í úrslitakeppninni var hann með 18 stig í leik þar sem liðið slóg út Þór og ÍR eftir frábæra endurkomu eftir að hafa lent 2-0 undir. Í úrslitarimmunni vann Keflavík svo Snæfell 3-0 þar sem Tommy skoraði 23 stig í leik.

Tommy er 28 ára gamall og getur leikið stöðu skotbakvarðar og framherja. Á síðustu leiktíð lék hann með Worchester Wolves í Englandi. Hann er væntanlegur til landsins 1. september næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×