Lagt inn í hugmyndabankann Halla Tómasdóttir skrifar 20. október 2009 06:00 Fáar þjóðir hafa fengið annað eins tækifæri upp í hendurnar og það sem Íslendingar hafa nú. Kreppan er ekki bara vond. Hún felur í sér möguleika á að hugsa upp á nýtt og bæta samfélagið. Laugardaginn 14. nóvember eru 1.500 Íslendingar boðaðir til Þjóðfundar. Gert er ráð fyrir að 1.200 manns, sem valdir eru af handahófi úr þjóðskrá, mæti til fundarins auk 300 fulltrúa stofnana og samtaka. Sem fulltrúar þjóðarinnar munu þeir virkja sameiginlega visku sína og freista þess að ná samstöðu um grunngildi, framtíðarsýn og aðgerðir til endurreisnar. Slíkt stefnumótunarferli er alþekkt hjá fyrirtækjum og félagasamtökum, en ekki er vitað til þess að þjóð hafi með sambærilegum hætti virkjað þegna sína til þátttöku og því er um einstakan atburð að ræða. Nánast daglega er talað við slembiúrtak þjóðarinnar í síma og fólk spurt fáeinna spurninga um afstöðu sína til mála. Hins vegar er ekki vitað til að áður hafi verið reynt að kalla svo stórt úrtak saman til fundar, þar sem málin eru rædd í heilan dag. Undirbúningshópur Þjóðfundar kallar sig Mauraþúfuna með vísan í sameiginlega visku fjöldans. Maurarnir eru sjálfboðaliðar með ólíkan bakgrunn og skoðanir en eiga það sameiginlegt að telja kaflaskil nauðsynleg og treysta þjóðinni sjálfri til að leita lausna og skipuleggja framtíðina. Á fundinum verður fylgt aðferðafræði sem tryggir að öll sjónarmið komast að og niðurstöðurnar verða skýrar og skiljanlega fram settar þannig að hægt sé að nota þær í áframhaldandi endurreisnarstarfi. Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök eða skoðanahópur getur eignað sér framtakið eða stýrt útkomunni. Allir sem vilja taka þátt í endurreisn samfélags okkar geta nýtt sér niðurstöðurnar. Þessa dagana fá fjölmargir Íslendingar boðsbréf á Þjóðfund. Vonandi hugsar hver og einn vandlega út í það hvílíkt tækifæri felst í að fá að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Kannski hugsa margir sem svo að þeir hafi ekki tíma til að mæta eða fátt fram að færa. Slík hugsun er þó alröng og gefur þeim sem hingað til hafa verið mest áberandi í samfélagsumræðunni færi á að einoka hana áfram. Markmið Þjóðfundarins er einmitt að draga fram vilja Íslendinga allra með því að kalla saman þverskurð af þjóðinni. Hugsun Mauraþúfunnar sem undirbýr fundinn er að í sameiningu sé hægt að færa til hlöss sem einstaklingurinn ræður ekki við. Í þeirri trú hefur sú sem hér heldur á penna tekið þátt í þessu starfi. Á sömu forsendum er óhætt að hvetja alla, sem fá þetta einstaka tækifæri upp í hendurnar, til að grípa það og taka þátt í að leggja inn í hugmyndabanka framtíðarinnar. Við skulum ekki vanmeta kraftinn og hugmyndaauðgina sem býr í Íslendingum. Ef við viljum breytingar, eru orð til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Fáar þjóðir hafa fengið annað eins tækifæri upp í hendurnar og það sem Íslendingar hafa nú. Kreppan er ekki bara vond. Hún felur í sér möguleika á að hugsa upp á nýtt og bæta samfélagið. Laugardaginn 14. nóvember eru 1.500 Íslendingar boðaðir til Þjóðfundar. Gert er ráð fyrir að 1.200 manns, sem valdir eru af handahófi úr þjóðskrá, mæti til fundarins auk 300 fulltrúa stofnana og samtaka. Sem fulltrúar þjóðarinnar munu þeir virkja sameiginlega visku sína og freista þess að ná samstöðu um grunngildi, framtíðarsýn og aðgerðir til endurreisnar. Slíkt stefnumótunarferli er alþekkt hjá fyrirtækjum og félagasamtökum, en ekki er vitað til þess að þjóð hafi með sambærilegum hætti virkjað þegna sína til þátttöku og því er um einstakan atburð að ræða. Nánast daglega er talað við slembiúrtak þjóðarinnar í síma og fólk spurt fáeinna spurninga um afstöðu sína til mála. Hins vegar er ekki vitað til að áður hafi verið reynt að kalla svo stórt úrtak saman til fundar, þar sem málin eru rædd í heilan dag. Undirbúningshópur Þjóðfundar kallar sig Mauraþúfuna með vísan í sameiginlega visku fjöldans. Maurarnir eru sjálfboðaliðar með ólíkan bakgrunn og skoðanir en eiga það sameiginlegt að telja kaflaskil nauðsynleg og treysta þjóðinni sjálfri til að leita lausna og skipuleggja framtíðina. Á fundinum verður fylgt aðferðafræði sem tryggir að öll sjónarmið komast að og niðurstöðurnar verða skýrar og skiljanlega fram settar þannig að hægt sé að nota þær í áframhaldandi endurreisnarstarfi. Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök eða skoðanahópur getur eignað sér framtakið eða stýrt útkomunni. Allir sem vilja taka þátt í endurreisn samfélags okkar geta nýtt sér niðurstöðurnar. Þessa dagana fá fjölmargir Íslendingar boðsbréf á Þjóðfund. Vonandi hugsar hver og einn vandlega út í það hvílíkt tækifæri felst í að fá að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Kannski hugsa margir sem svo að þeir hafi ekki tíma til að mæta eða fátt fram að færa. Slík hugsun er þó alröng og gefur þeim sem hingað til hafa verið mest áberandi í samfélagsumræðunni færi á að einoka hana áfram. Markmið Þjóðfundarins er einmitt að draga fram vilja Íslendinga allra með því að kalla saman þverskurð af þjóðinni. Hugsun Mauraþúfunnar sem undirbýr fundinn er að í sameiningu sé hægt að færa til hlöss sem einstaklingurinn ræður ekki við. Í þeirri trú hefur sú sem hér heldur á penna tekið þátt í þessu starfi. Á sömu forsendum er óhætt að hvetja alla, sem fá þetta einstaka tækifæri upp í hendurnar, til að grípa það og taka þátt í að leggja inn í hugmyndabanka framtíðarinnar. Við skulum ekki vanmeta kraftinn og hugmyndaauðgina sem býr í Íslendingum. Ef við viljum breytingar, eru orð til alls fyrst.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun