Viðskiptalífið pakkar í vörn Margrét Kristmannsdóttir skrifar 13. ágúst 2009 00:01 Eitt af hlutverkum ríkisvaldsins er að búa viðskiptalífinu þannig umhverfi að fyrirtæki geti verið samkeppnishæf, vaxið og dafnað og þannig veitt atvinnu og skapað verðmæti. Frá hruninu síðasta haust hefur viðskipalífinu hins vegar ekki verið sköpuð sú umgjörð sem það þarf á að halda og er rekstur fyrirtækja gríðalega erfiður. Sennilega hafa atvinnurekendur hér á landi sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir eins erfiðum rekstrarskilyrðum og nú blasa við. Á meðan atvinnulífð býr við gjaldmiðli sem haldið er á lífi í öndunarvél, skort á fjármagni, gjaldeyrishöft, háa vexti, verðbólgu, minnkandi eftirspurn og hrapandi framlegð þá er á sama tíma horft til viðskiptalífsins með þá kröfu að það skapi störf til að draga úr vaxandi atvinnuleysi. Þetta er öfugmælahagfræði sem vart gengur upp - því miður. Eins og flestir landsmenn hafa íslenskir atvinnurekendur beðið í tæpt ár eftir pólitískri forystu - pólitískum kjarki - pólitískri samvinnu. Þeir hafa þreyjað haustið, þorrann, góuna og nú í sumarlok blasir nýtt haust við með sömu óvissu og fyrr. Við óbreytt ástand verður ekki unað lengur. Viðskiptalífið gerir þá kröfu að íslenskir stjórnmálamenn; bæði í stjórn og stjórnarandstöðu taki sér tak, rífi sig upp úr pólitísku þrasi og átti sig á því að þeir hafa ekki allan tímann í heiminum til að koma hlutunum í farveg. Á tímum sem þessum verður seint hægt að taka ákvarðanir í 100% vissu - hvorki í sölum Alþingis né í stjórnarherbergjum fyrirtækja. Aðilar verða að taka eins skynsamlegar ákvarðanir og þeir geta miðað við fyrirliggjandi gögn. Ef bíða á með ákvarðanir þar til allri óvissu er eytt - verða engar ákvarðandir teknar og skortur á ákvarðanatöku er einmitt stærsta vandamálið á Íslandi í dag. Það skal hins vegar ekki gert lítið úr þeirri gríðarlega erfiðu stöðu sem íslenskir stjórnmálamenn eru í og því mikla vinnuálagi og pressu sem þeir flestir búa við og þeim stóru ákvörðunum sem við þeim blasa - ákvörðunum sem munu hafa áhrif hér á landi um áratugaskeið. Það má hins vegar ekki vera afsökun fyrir því að öllu öðru sé haldið í gíslingu á sama tíma - því hver vika, hver mánuður sem hefur liðið og mun líða í óbreyttu ástandi mun reynast þjóðinni ekki síður dýr. Íslenskt viðskiptalíf hefur á undanförnum mánuðum pakkað í vörn og hættir sér vart fram yfir miðju. Góður varnarleikur er oft skynsamur og oft nauðsynlegur - en það er hins vegar á allra vitorði að enginn árangur næst ef enginn er sóknarboltinn - ef skyndisóknir eru ekki einu sinni nýttar til að skora mörk. Slík fyrirtæki eru líkleg til að verða fyrir andlegu gjaldþroti - detta niður um deild eða hætta keppni. Við erum öll hluti af stóru tannhjóli og þetta tannhjól er stopp. Það er hlutverk stjórnmálamanna að koma hreyfingu á tannhjólið þ.a. viðskiptalífið geti tekið við, skapað verðmæti og störf - aðeins þannig verður hagur íslenskra heimila - allra Íslendinga tryggður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Eitt af hlutverkum ríkisvaldsins er að búa viðskiptalífinu þannig umhverfi að fyrirtæki geti verið samkeppnishæf, vaxið og dafnað og þannig veitt atvinnu og skapað verðmæti. Frá hruninu síðasta haust hefur viðskipalífinu hins vegar ekki verið sköpuð sú umgjörð sem það þarf á að halda og er rekstur fyrirtækja gríðalega erfiður. Sennilega hafa atvinnurekendur hér á landi sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir eins erfiðum rekstrarskilyrðum og nú blasa við. Á meðan atvinnulífð býr við gjaldmiðli sem haldið er á lífi í öndunarvél, skort á fjármagni, gjaldeyrishöft, háa vexti, verðbólgu, minnkandi eftirspurn og hrapandi framlegð þá er á sama tíma horft til viðskiptalífsins með þá kröfu að það skapi störf til að draga úr vaxandi atvinnuleysi. Þetta er öfugmælahagfræði sem vart gengur upp - því miður. Eins og flestir landsmenn hafa íslenskir atvinnurekendur beðið í tæpt ár eftir pólitískri forystu - pólitískum kjarki - pólitískri samvinnu. Þeir hafa þreyjað haustið, þorrann, góuna og nú í sumarlok blasir nýtt haust við með sömu óvissu og fyrr. Við óbreytt ástand verður ekki unað lengur. Viðskiptalífið gerir þá kröfu að íslenskir stjórnmálamenn; bæði í stjórn og stjórnarandstöðu taki sér tak, rífi sig upp úr pólitísku þrasi og átti sig á því að þeir hafa ekki allan tímann í heiminum til að koma hlutunum í farveg. Á tímum sem þessum verður seint hægt að taka ákvarðanir í 100% vissu - hvorki í sölum Alþingis né í stjórnarherbergjum fyrirtækja. Aðilar verða að taka eins skynsamlegar ákvarðanir og þeir geta miðað við fyrirliggjandi gögn. Ef bíða á með ákvarðanir þar til allri óvissu er eytt - verða engar ákvarðandir teknar og skortur á ákvarðanatöku er einmitt stærsta vandamálið á Íslandi í dag. Það skal hins vegar ekki gert lítið úr þeirri gríðarlega erfiðu stöðu sem íslenskir stjórnmálamenn eru í og því mikla vinnuálagi og pressu sem þeir flestir búa við og þeim stóru ákvörðunum sem við þeim blasa - ákvörðunum sem munu hafa áhrif hér á landi um áratugaskeið. Það má hins vegar ekki vera afsökun fyrir því að öllu öðru sé haldið í gíslingu á sama tíma - því hver vika, hver mánuður sem hefur liðið og mun líða í óbreyttu ástandi mun reynast þjóðinni ekki síður dýr. Íslenskt viðskiptalíf hefur á undanförnum mánuðum pakkað í vörn og hættir sér vart fram yfir miðju. Góður varnarleikur er oft skynsamur og oft nauðsynlegur - en það er hins vegar á allra vitorði að enginn árangur næst ef enginn er sóknarboltinn - ef skyndisóknir eru ekki einu sinni nýttar til að skora mörk. Slík fyrirtæki eru líkleg til að verða fyrir andlegu gjaldþroti - detta niður um deild eða hætta keppni. Við erum öll hluti af stóru tannhjóli og þetta tannhjól er stopp. Það er hlutverk stjórnmálamanna að koma hreyfingu á tannhjólið þ.a. viðskiptalífið geti tekið við, skapað verðmæti og störf - aðeins þannig verður hagur íslenskra heimila - allra Íslendinga tryggður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun