Sport

Mayweather Jr: Er eina súperstjarna hnefaleikanna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Floyd Mayweather Jr.
Floyd Mayweather Jr. Nordic photos/AFP

Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather Jr hefur greinilega ekki tapað trúnni á sjálfan sig þrátt fyrir að ekki hafa keppt síðan hann vann Ricky Hatton í desember árið 2007 og hefur líst því yfir að hann sé enn eina súperstjarnan í hnefaleikum.

Mayweather Jr mætir Juan Manuel Marquez í hringnum um helgina en beindi tali sínu sérstaklega að Manny Pacquiao sem blómstraði í fjarveru Mayweather Jr.

„Ég hræðist engan hnefaleikamann, það eru aðrir sem hræðast mig. Fólk virðist vera búið að gleyma því að það var ég sem vann Hatton fyrstur allra en ekki Pacquiao. Ég vísaði honum leiðina.

Ég er hins vegar ekki að segja að Pacquaio sé ekki góður hnefaleikamaður og ég er heldur ekki að segja að ég sé eina stjarnan í hnefaleikum. Ég er að segja að ég er eina súperstjarnan í hnefaleikum," segir Mayweather Jr sem hefur unnið alla 39 bardaga sína á atvinnumannaferlinum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×