Sport

W. Klitschko: Ekki hægt að taka Haye alvarlega

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wladimir Klitschko og David Haye.
Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/AFP

IBF og WBO-þungavigtameistarinn í hnefaleikum Wladimir Klitschko frá Úkraínu kveðst í nýlegu viðtali við Sky Sports fréttastofuna vera orðinn þreyttur á að þurfa endalaust að vera að tjá sig um Bretann David Haye sem tryggði sér WBA-þungavigtatitilinn nýlega þegar hann vann Nikolai Valuev.

Wladimir segir að hann og eldri bróðir hans Vitali, sem er WBC-þungavigtameistarinn, geti ekki tekið hinn málglaða Haye alvarlega þar sem hann sé þegar búinn að bakka út úr bardögum við þá báða, en haldi svo áfram að rífa kjaft í fjölmiðlum.

„Ég neita að tjá mig um Haye vegna þess að hann hefur þegar tvisvar sinnum flúið af hólmi fyrir bardaga gegn mér og bróður mínum og ég er því í sannleika sagt orðinn þreyttur á að þurfa að tjá mig eitthvað um hann.

Hann er bara ekki nógu þroskaður til þess að hægt sé að taka hann eða áskorun frá honum alvarlega. Svo einfalt er það nú," sagði Wladimir Klitschko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×