Endurskipulagningu Sjóvár lokið 8. júlí 2009 16:27 Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár. Mynd/GVA Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. Glitnir, SAT eignarhaldsfélag sem er félag í eigu Glitnis og Íslandsbanki hafa lagt um 16 milljarða inn í Sjóvá til að bæta eiginfjárstöðu félagsins og tryggja rekstur þess til framtíðar. Í tilkynningunni segir að ríkissjóður hafi veitt SAT eignarhaldsfélagi fyrirgreiðslu, í formi skuldabréfa, gegn veði í hlutafjáreign SAT eignarhaldsfélags í Sjóvá. „Með aðkomu sinni vilja stjórnvöld standa vörð um kröfur ríkisins og um leið hagsmuni fjölmargra vátryggingataka. Hafinn verður undirbúningur að formlegu söluferli Sjóvár á næstu mánuðum." ,,Ég er afar ánægður með þessa niðurstöðu. Með víðtæku samstarfi Glitnis, Íslandsbanka, stjórnvalda og Fjármálaeftirlitsins hefur rekstur Sjóvár verið tryggður til framtíðar sem og hagsmunir vátryggingataka félagsins. Sjóvá mun hér eftir sem hingað til leggja höfuðáherslu á að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu og vera í fararbroddi á íslenskum vátryggingamarkaði," er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Sjóvár, í tilkynningu. Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Húsleit hjá Milestone og Sjóvá Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu. 7. júlí 2009 12:21 Aðgerðir Sérstaks saksóknara vekja athygli erlendis Síðustu aðgerðir Sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hafa vakið athygli erlendis bæði austan hafs og vestan. Fjallað er um ellefu húsleitir hjá Milestone og Sjóvá í gærdag í nokkrum vefmiðlum í dag. 8. júlí 2009 09:29 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. Glitnir, SAT eignarhaldsfélag sem er félag í eigu Glitnis og Íslandsbanki hafa lagt um 16 milljarða inn í Sjóvá til að bæta eiginfjárstöðu félagsins og tryggja rekstur þess til framtíðar. Í tilkynningunni segir að ríkissjóður hafi veitt SAT eignarhaldsfélagi fyrirgreiðslu, í formi skuldabréfa, gegn veði í hlutafjáreign SAT eignarhaldsfélags í Sjóvá. „Með aðkomu sinni vilja stjórnvöld standa vörð um kröfur ríkisins og um leið hagsmuni fjölmargra vátryggingataka. Hafinn verður undirbúningur að formlegu söluferli Sjóvár á næstu mánuðum." ,,Ég er afar ánægður með þessa niðurstöðu. Með víðtæku samstarfi Glitnis, Íslandsbanka, stjórnvalda og Fjármálaeftirlitsins hefur rekstur Sjóvár verið tryggður til framtíðar sem og hagsmunir vátryggingataka félagsins. Sjóvá mun hér eftir sem hingað til leggja höfuðáherslu á að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu og vera í fararbroddi á íslenskum vátryggingamarkaði," er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Sjóvár, í tilkynningu.
Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Húsleit hjá Milestone og Sjóvá Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu. 7. júlí 2009 12:21 Aðgerðir Sérstaks saksóknara vekja athygli erlendis Síðustu aðgerðir Sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hafa vakið athygli erlendis bæði austan hafs og vestan. Fjallað er um ellefu húsleitir hjá Milestone og Sjóvá í gærdag í nokkrum vefmiðlum í dag. 8. júlí 2009 09:29 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55
Húsleit hjá Milestone og Sjóvá Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu. 7. júlí 2009 12:21
Aðgerðir Sérstaks saksóknara vekja athygli erlendis Síðustu aðgerðir Sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hafa vakið athygli erlendis bæði austan hafs og vestan. Fjallað er um ellefu húsleitir hjá Milestone og Sjóvá í gærdag í nokkrum vefmiðlum í dag. 8. júlí 2009 09:29