Stjarnan vann nauman sigur á Snæfelli 5. mars 2009 18:55 Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum? Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum?
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira