Lífið

Fallnar stjörnur

Michael Jackson
Poppgoðið Michael Jackson lést þann 25. júní. Hann hné niður á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítalann. Dauði Jacksons þótti dularfullur og er talið að ofnotknun verkjalyfja hafi verið orsök hjartáfallsins. Einkalæknir Jacksons hefur verið yfirheyrður grunaður um að hafa gefið honum banvænan skammt af lyfjum. Jackson skilur eftir sig þrjú börn sem nú eru í forsjá móður hans og systur.
Michael Jackson Poppgoðið Michael Jackson lést þann 25. júní. Hann hné niður á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítalann. Dauði Jacksons þótti dularfullur og er talið að ofnotknun verkjalyfja hafi verið orsök hjartáfallsins. Einkalæknir Jacksons hefur verið yfirheyrður grunaður um að hafa gefið honum banvænan skammt af lyfjum. Jackson skilur eftir sig þrjú börn sem nú eru í forsjá móður hans og systur.
Fjöldi þekktra einstaklinga féll frá árið 2009 og var poppgoðið Michael Jackson þar á meðal. Andláti frægra stjarna fylgir ávalt mikil eftirsjá, en víst er að minning þeirra mun lifa áfram um ókomna tíð.
Natasha Richardson Leikkonan Natasha Richardson lést eftir höfuðhögg þann 18. mars. Richardson hafði verið í skíðakennslu í Kanada þegar hún datt og hlaut höfuðhögg, leikkonan neitaði þó að gangast undir læknisskoðun og fór þess í stað heim að hvíla sig. Nokkrum tímum seinna var hún flutt á sjúkrahús vegna höfuðverks en lést á leiðinni. Richardson var gift leikaranum Liam Neeson og áttu þau saman tvo drengi.
Jade goody Breska raunveruleikastjarnan Jade Goody lést þann 22. mars eftir stutta baráttu við krabbamein, hún var þá aðeins 27 ára gömul. Goody varð þekkt í heimalandi sínu eftir að hafa tekið þátt í raunveruleikaþættinum Big Brother árið 2002. Goody giftist kærasta sínum Jack Tweed stuttu fyrir andlát sitt. Hún skilur eftir sig tvo unga syni frá fyrra sambandi.


Dom deluise Gamanleikarinn Dom DeLuise lést þann 4. maí eftir að nýrun hættu skyndilega að starfa. DeLuise hafði lengi þjáðst af sykursýki og of háum blóðþrýsting vegna offitu og má rekja nýrnasjúkdóminn til þessa.
David carradine Leikarinn David Carradine fannt látinn á hótelherbergi í Bangkok í Taílandi þann 4. júní í sumar. Lögreglan kom að leikaranum þar sem hann hékk inn í fataskáp, aðkoman þótti hin undarlegasta og vildi lögreglan ekki útiloka þann möguleika að einhver hafi myrt leikarann. Að lokum úrskurðaði dómari að Carrager hafði fallið fyrir eigin hendi. Carrager var einna þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kill Bill.
Farrah Fawcett Leikkonan Farrah Fawcett lést þann 25. júní eftir áralanga baráttu við krabbamein. Fawcett hafði glímt við krabbamein frá árinu 2006 og hafði hún skrásett alla sjúkrasögu sína frá árinu 2007. Krabbameinið breyddist þó út og Fawcett lést á gjörgæslu Saint John’s spítalans í Santa Monicu. Fawcett var einna þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Charlie‘s Angels.
Patrick swayze Leikarinn og dansarinn Patrick Swayze lést 14. september eftir erfiða baráttu við krabbamein. Swayze var ávalt mjög opinskár með sjúkdóm sinn og lét meðal annars hafa eftir sér við eitt tækifæri; „Ég er aðeins einn af mörgum einstaklingum sem þarf að berjast við þennan sjúkdóm.“ Eftirminnilegustu hlutverk Swayze voru í kvikmyndunum Dirty Dancing og Ghost.
Adam Goldstein Plötusnúðurinn Dj AM, eða Adam Goldstein eins og hann hét réttu nafni, lést þann 28. ágúst af ofneyslu eiturlyfja. Goldstein hóf að þeyta skífum aðeins 20 ára gamall eftir að hafa séð plötusnúðinn Herbie Hancock spila við Grammy hátíðina það árið. Þann 19. september árið 2008 lenti Goldstein í flugslysi og komst einn lífs af ásamt vini sínum, tónlistarmanninum Travis Barker. Goldstein brenndist illa og lá lengi á sjúkrahúsi en náði sér loks á strik.
Stephen Gately Írski söngvarinn Steven Gately lést í íbúð sinni á sólareyjunni Majorca og er talið að hann hafi drukknað í eigin ælu. Söngvarinn hafði verið úti að skemmta sér um kvöldið ásamt sambýlismanni sínum og vini sem fóru að sofa þegar heim kom en Gately varð eftir einn í stofunni. Gately varð frægur sem meðlimur írsku drengjasveitarinnar Boyzone árið 1993 og vakti það gríðarlega athygli þegar hann kom opinberlega út úr skápnum á sínum tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.