Hvers á stórhuga smáþjóð að gjalda? Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. janúar 2009 06:00 Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt". Ætli landið hins vegar að gera aðra tilraun til að byggja fleiri stoðir undir hagkerfið en útflutning fisks og áls, má ljóst vera að upptaka alþjóðlegrar myntar er nauðsyn. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin á fjármálastöðugleika, bakland fjármálafyrirtækja og hag almennings og fyrirtækja af lægra vaxtastigi og stöðugleika þeim sem fylgir evru og aðild landsins að Evrópusambandinu. Af lestri greinar Carstens mætti hins vegar ráða að honum hugnist ekki of vel stórhuga smáþjóðir. Hann segir óðaverðbólgu, hrun krónunnar og sveiflur hagkerfisins í sjálfu sér endurspegla „samfélag, stofnanir og stjórnmálakerfi, sem á erfitt með að sníða sér stakk eftir vexti." Carsten bendir réttilega á að hér skorti sárlega aðskilnað valds, að miklu leyti vegna smæðar landsins og mikilla innri tengsla í samfélaginu. Hann bendir á að Færeyingar hafi átt við svipaðan vanda að glíma og bendir á að stundum hafi þar endað með að danska ríkið hafi þurft að borga reikninginn. Líkast til er þetta rétt hjá Carsten. Hér var gerð tilraun til að byggja upp alþjóðlegt fjármálaumhverfi með risastórum bönkum án þess að um leið væri gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja bakland slíkrar starfsemi. Ólíklegt verður að teljast að Íslendingar stæðu frammi fyrir algjöru hruni fjármálakerfis síns, líkt og raunin varð, ef stigið hefði verið til fulls skrefið til Evrópusamstarfs, jafnvel þótt einn eða tveir bankar hefðu rúllað (líkt og gerst hefur í Danmörku). Tilfellið er nefnilega að víðar en á Íslandi hafa bankar orðið alþjóðlegri fjármálakrísu að bráð. Alvarleika hennar sáu fáir fyrir og rétt að halda því til haga að Carsten Valgreen sá ekki fyrir að Roskilde Bank færi í þrot á undan íslensku bönkunum. Spá Carsten Valgreen og hagdeildar Danske Bank í „Iceland: Geyser Crisis"-skýrslunni 21. mars 2006 um hrun krónunnar og 5 til 10 prósenta samdrátt þjóðarframleiðslu hér árin 2006 og 2007 gekk ekki eftir og byggði um margt á veikum grunni. Bankinn og margir aðrir bentu hins vegar réttilega á margvíslega brotalöm í íslensku hag- og fjármálakerfi. Bankarnir brugðust við og skýrðu margt í starfsemi sinni um leið og skorið var á krosseignartengsl og dregið úr áhættu, jafnvel þótt bakslag hafi svo orðið aftur í áhættusækni þegar frá leið. Stjórnvöld brugðust hins vegar algjörlega í að koma á nauðsynlegum umbótum og daufheyrðust við ákalli um að styrkja hér bakland fjármálakerfisins með því að byggja upp nægilegan gjaldeyrisforða, já eða stefna að Evrópusambandsaðild og upptöku evru. Ætli hins vegar stórhuga smáþjóð sér vonir um að fjölga þeim stoðum sem hagkerfi hennar byggir á og að fá einhvern tímann brotist úr helsi öfgafullra hagsveiflna og gengisóróa er nokkuð ljóst hvaða leið þarf að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt". Ætli landið hins vegar að gera aðra tilraun til að byggja fleiri stoðir undir hagkerfið en útflutning fisks og áls, má ljóst vera að upptaka alþjóðlegrar myntar er nauðsyn. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin á fjármálastöðugleika, bakland fjármálafyrirtækja og hag almennings og fyrirtækja af lægra vaxtastigi og stöðugleika þeim sem fylgir evru og aðild landsins að Evrópusambandinu. Af lestri greinar Carstens mætti hins vegar ráða að honum hugnist ekki of vel stórhuga smáþjóðir. Hann segir óðaverðbólgu, hrun krónunnar og sveiflur hagkerfisins í sjálfu sér endurspegla „samfélag, stofnanir og stjórnmálakerfi, sem á erfitt með að sníða sér stakk eftir vexti." Carsten bendir réttilega á að hér skorti sárlega aðskilnað valds, að miklu leyti vegna smæðar landsins og mikilla innri tengsla í samfélaginu. Hann bendir á að Færeyingar hafi átt við svipaðan vanda að glíma og bendir á að stundum hafi þar endað með að danska ríkið hafi þurft að borga reikninginn. Líkast til er þetta rétt hjá Carsten. Hér var gerð tilraun til að byggja upp alþjóðlegt fjármálaumhverfi með risastórum bönkum án þess að um leið væri gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja bakland slíkrar starfsemi. Ólíklegt verður að teljast að Íslendingar stæðu frammi fyrir algjöru hruni fjármálakerfis síns, líkt og raunin varð, ef stigið hefði verið til fulls skrefið til Evrópusamstarfs, jafnvel þótt einn eða tveir bankar hefðu rúllað (líkt og gerst hefur í Danmörku). Tilfellið er nefnilega að víðar en á Íslandi hafa bankar orðið alþjóðlegri fjármálakrísu að bráð. Alvarleika hennar sáu fáir fyrir og rétt að halda því til haga að Carsten Valgreen sá ekki fyrir að Roskilde Bank færi í þrot á undan íslensku bönkunum. Spá Carsten Valgreen og hagdeildar Danske Bank í „Iceland: Geyser Crisis"-skýrslunni 21. mars 2006 um hrun krónunnar og 5 til 10 prósenta samdrátt þjóðarframleiðslu hér árin 2006 og 2007 gekk ekki eftir og byggði um margt á veikum grunni. Bankinn og margir aðrir bentu hins vegar réttilega á margvíslega brotalöm í íslensku hag- og fjármálakerfi. Bankarnir brugðust við og skýrðu margt í starfsemi sinni um leið og skorið var á krosseignartengsl og dregið úr áhættu, jafnvel þótt bakslag hafi svo orðið aftur í áhættusækni þegar frá leið. Stjórnvöld brugðust hins vegar algjörlega í að koma á nauðsynlegum umbótum og daufheyrðust við ákalli um að styrkja hér bakland fjármálakerfisins með því að byggja upp nægilegan gjaldeyrisforða, já eða stefna að Evrópusambandsaðild og upptöku evru. Ætli hins vegar stórhuga smáþjóð sér vonir um að fjölga þeim stoðum sem hagkerfi hennar byggir á og að fá einhvern tímann brotist úr helsi öfgafullra hagsveiflna og gengisóróa er nokkuð ljóst hvaða leið þarf að fara.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun