Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar

Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RUV. Þar sagði að í fyrrasumar fyrir hrun var markaðsvirði Atorku ríflega 20 milljarðar króna en hluthafar hafa tapað öllu sínu. Þeir voru á fimmta þúsund talsins.

Helstu kröfuhafar í félagið eru bankarnir, gömlu og nýju. Nærri helmingur krafnanna er frá nýja Landsbankanum og Landsbanknum há eff. Íslandsbanki á 14% krafna og Glitnir tíu. Arion banki á ríflega 4% allra krafna.

Nauðasamningarnir fela í sér að langstærstum hluta krafnanna verði breyttt í hlutafé. Þar er miðað við rýrnun krafnanna uppá 30 milljarða króna. Með því er metið að 40% fæst upp í kröfurnar en hlutfallið er væntanlega lægra þar sem kröfrunar eru nærri sex milljörðum hærri en áætlað er í frumvarpi.

Nokkur óvissa ríkir um virði eigna Atorku en helsta eignin er meirihluti í Prómens, félagi sem orðið hefur fyrir verulegum áföllum og glímir við miklar skuldir. Aðrar eignir í skráðum félögum hafa rýrnað um helming frá lokafjórðungi síðasta árs. Þá á Atorka 40% í Geysi Green Energy sem telst verðlítil eign, að því er segir í frétt RUV.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×