Umfjöllun: Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:06 Akureyringar áttu hræðilegan seinni hálfleik og töpuðu að lokum með þremur mörkum. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín. Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira