Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti 12. júlí 2009 15:12 Webber sótti á þá Barrichello og Button í stigakeppninni með sigri í Þýsklandi í dag. Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira