Góð áform fóru út um þúfur Þorsteinn Pálsson skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Fyrir viku lét forsætisráðherra þau boð út ganga að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi nýs álvers í Helguvík. Fram til þessa hefur stefnumótun í orkunýtingarmálum alfarið verið á höndum VG þó að Samfylkingin fari með málaflokkinn að nafninu til. Í þessu ljósi var yfirlýsing forsætisráðherra mikilvæg. Hún var skýr vísbending um að forsætisráðherra hygðist ekki láta þröngsýni VG ráða ferðinni deginum lengur. Við stjórnarmyndunina sammæltust stjórnarflokkarnir um að láta þær ákvarðanir standa sem þegar höfðu verið teknar varðandi álver á Bakka og í Helguvík. Almennt var litið svo á að með þessu hefði ríkisstjórnin ákveðið að vinna skilyrðislaust að framgangi þessara mikilvægu verkefna. Síðar kom á daginn að VG túlkaði samkomulagið á þann veg að ekki ætti að ógilda fyrri ákvarðanir. Flokknum væri hins vegar frjálst að trufla eða bregða fæti fyrir framkvæmdirnar þegar kæmi að ákvörðunum sem eftir ætti að taka svo að þær gætu orðið að veruleika. Fyrir þá sök hefur stefnan í orkunýtingarmálum verið í uppnámi. Yfirlýsing forsætisráðherra átti að eyða þeirri óvissu. Því miður fóru þau góðu áform út um þúfur. Forysta VG sagði einfaldlega að forsætisráðherra ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann opnaði munninn um þessi mál. Óvissan um framgang þessara mála er því jafn mikil eftir ræðu forsætisráðherra sem áður. Engin merki eru heldur um að ríkisstjórnin ætli að hafa forystu um fjárhagslega endurskipulagningu orkufyrirtækjanna. Sá vandi verður trauðla leystur nema með erlendri fjárfestingu. Samfylkingin gerði mikilvæga pólitíska málamiðlun í síðustu ríkisstjórn sem opnaði möguleika á að nýta erlent fjárfestingarfjármagn við orkuframleiðslu. VG hindrar nú að þeir möguleikar verði nýttir. Forsætisráðherra veit að ríkisstjórnin í heild er ábyrg fyrir þeim töfum á viðreisn Íslands sem þessi þröngsýni veldur. Von og raunsæi Seðlabankastjóri boðar batnandi hag. Hann sér fyrir afnám gjaldeyrishaftanna og að viðskiptabankastarfsemin verði komin í eðlilegt horf innan tíðar. Þetta eru góðar fregnir. Sýnin er björt. Mikilvægt er að þeir sem ábyrgð bera á peningamálastjórn landsins séu ekki fullir af bölmóði. Spár af þessu tagi þurfa eigi að síður að byggja á gildum og sýnilegum rökum. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleikinn bresti. Á dögunum var frá því greint að tekin hefði verið ákvörðun um fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að opna fyrir gjaldeyrisfærslur inn í landið. Reyndar er lítt skiljanlegt að það bann skuli í upphafi hafa verið hluti af höftunum. Þessi tilslökun var sýndarleikur. Um leið voru teknar ákvarðanir sem fólu í sér að í reynd var verið að herða hin raunverulegu gjaldeyrishöft. Það er eðli hafta að þau þarf stöðugt að þrengja svo að þau haldi. Öll þau gögn sem liggja á borðinu um þjóðhagsstærðir og neikvæð viðhorf stjórnvalda til aukinnar verðmætasköpunar benda til þess að hættan á innflutningshöftum sé að öllu óbreyttu jafn mikil og vonin um afnám gjaldeyrishaftanna. Seðlabankastjóri þarf því að skýra mál sitt betur. Komið er á fjórða ár síðan núverandi aðstoðarseðlabankastjóri sagði að ávinningurinn af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Um þetta var ágreiningur í Seðlabankanum sem ekki tókst að leysa. Núverandi seðlabankastjóri hefur ekki enn sýnt hvort breyting hafi orðið þar á. Spurningin snýst þó um þá undirstöðu sem endurreisn þjóðarbúskaparins hvílir á. Ríkisstjórnin er klofin í þessum efnum. Hvar stendur Seðlabankinn? Hæsta ávöxtunin Úr röðum framsóknarmanna og sjálfstæðismanna heyrist að auka eigi aflaheimildir þvert á ráðgjöf vísindamanna. Ekki verður sagt að búhyggindi búi þar að baki. Þau vísindi sem fiskveiðiráðgjöfin byggir á hafa að sönnu ekki fært okkur að endimörkum þekkingar á þessu sviði. Þau eru hins vegar besta vitneskjan sem völ er á. Það sem meira er: Vísindamenn okkar njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Eina viðmiðið um sjálfbæra nýtingu er að fylgja vísindalegum ráðleggingum um heildarafla. Þrátt fyrir ýmis áföll hefur það reynst vel. Á mörkuðum með sjávarafurðir er nú í vaxandi mæli gerð krafa um að sýnt sé fram á að hráefnið eigi uppruna sinn þar sem stundaðar eru sjálfbærar veiðar. Veiðar eftir vísindalegri ráðgjöf eru eina haldreipið á þeim vettvangi. Um leið og byrjað er að gefa eftir, þó að í smáum stíl sé, halda engin bönd. Það sýnir gömul reynsla okkar sjálfra og annarra þjóða. Það eitt gildir því að standa fast á markaðri nýtingarstefnu. Sjávarútvegsráðherra gaf í byrjun til kynna að hann yrði ábyrgur í þessum efnum. Nú er hann að innleiða flest af því versta úr fiskveiðistjórnun ýmissa Evrópusambandsríkja. Það leiðir bæði til óhagkvæmni í rekstri og ofveiði. Skötuselsákvörðun ráðherra á dögunum er annað skrefið á þessu ári í þá átt. Engin eign mun á komandi árum skila hærri ávöxtun en vaxandi fiskistofnar ef hyggilega er að málum staðið. Við þurfum á þeirri arðsvon að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Fyrir viku lét forsætisráðherra þau boð út ganga að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi nýs álvers í Helguvík. Fram til þessa hefur stefnumótun í orkunýtingarmálum alfarið verið á höndum VG þó að Samfylkingin fari með málaflokkinn að nafninu til. Í þessu ljósi var yfirlýsing forsætisráðherra mikilvæg. Hún var skýr vísbending um að forsætisráðherra hygðist ekki láta þröngsýni VG ráða ferðinni deginum lengur. Við stjórnarmyndunina sammæltust stjórnarflokkarnir um að láta þær ákvarðanir standa sem þegar höfðu verið teknar varðandi álver á Bakka og í Helguvík. Almennt var litið svo á að með þessu hefði ríkisstjórnin ákveðið að vinna skilyrðislaust að framgangi þessara mikilvægu verkefna. Síðar kom á daginn að VG túlkaði samkomulagið á þann veg að ekki ætti að ógilda fyrri ákvarðanir. Flokknum væri hins vegar frjálst að trufla eða bregða fæti fyrir framkvæmdirnar þegar kæmi að ákvörðunum sem eftir ætti að taka svo að þær gætu orðið að veruleika. Fyrir þá sök hefur stefnan í orkunýtingarmálum verið í uppnámi. Yfirlýsing forsætisráðherra átti að eyða þeirri óvissu. Því miður fóru þau góðu áform út um þúfur. Forysta VG sagði einfaldlega að forsætisráðherra ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann opnaði munninn um þessi mál. Óvissan um framgang þessara mála er því jafn mikil eftir ræðu forsætisráðherra sem áður. Engin merki eru heldur um að ríkisstjórnin ætli að hafa forystu um fjárhagslega endurskipulagningu orkufyrirtækjanna. Sá vandi verður trauðla leystur nema með erlendri fjárfestingu. Samfylkingin gerði mikilvæga pólitíska málamiðlun í síðustu ríkisstjórn sem opnaði möguleika á að nýta erlent fjárfestingarfjármagn við orkuframleiðslu. VG hindrar nú að þeir möguleikar verði nýttir. Forsætisráðherra veit að ríkisstjórnin í heild er ábyrg fyrir þeim töfum á viðreisn Íslands sem þessi þröngsýni veldur. Von og raunsæi Seðlabankastjóri boðar batnandi hag. Hann sér fyrir afnám gjaldeyrishaftanna og að viðskiptabankastarfsemin verði komin í eðlilegt horf innan tíðar. Þetta eru góðar fregnir. Sýnin er björt. Mikilvægt er að þeir sem ábyrgð bera á peningamálastjórn landsins séu ekki fullir af bölmóði. Spár af þessu tagi þurfa eigi að síður að byggja á gildum og sýnilegum rökum. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleikinn bresti. Á dögunum var frá því greint að tekin hefði verið ákvörðun um fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að opna fyrir gjaldeyrisfærslur inn í landið. Reyndar er lítt skiljanlegt að það bann skuli í upphafi hafa verið hluti af höftunum. Þessi tilslökun var sýndarleikur. Um leið voru teknar ákvarðanir sem fólu í sér að í reynd var verið að herða hin raunverulegu gjaldeyrishöft. Það er eðli hafta að þau þarf stöðugt að þrengja svo að þau haldi. Öll þau gögn sem liggja á borðinu um þjóðhagsstærðir og neikvæð viðhorf stjórnvalda til aukinnar verðmætasköpunar benda til þess að hættan á innflutningshöftum sé að öllu óbreyttu jafn mikil og vonin um afnám gjaldeyrishaftanna. Seðlabankastjóri þarf því að skýra mál sitt betur. Komið er á fjórða ár síðan núverandi aðstoðarseðlabankastjóri sagði að ávinningurinn af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Um þetta var ágreiningur í Seðlabankanum sem ekki tókst að leysa. Núverandi seðlabankastjóri hefur ekki enn sýnt hvort breyting hafi orðið þar á. Spurningin snýst þó um þá undirstöðu sem endurreisn þjóðarbúskaparins hvílir á. Ríkisstjórnin er klofin í þessum efnum. Hvar stendur Seðlabankinn? Hæsta ávöxtunin Úr röðum framsóknarmanna og sjálfstæðismanna heyrist að auka eigi aflaheimildir þvert á ráðgjöf vísindamanna. Ekki verður sagt að búhyggindi búi þar að baki. Þau vísindi sem fiskveiðiráðgjöfin byggir á hafa að sönnu ekki fært okkur að endimörkum þekkingar á þessu sviði. Þau eru hins vegar besta vitneskjan sem völ er á. Það sem meira er: Vísindamenn okkar njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Eina viðmiðið um sjálfbæra nýtingu er að fylgja vísindalegum ráðleggingum um heildarafla. Þrátt fyrir ýmis áföll hefur það reynst vel. Á mörkuðum með sjávarafurðir er nú í vaxandi mæli gerð krafa um að sýnt sé fram á að hráefnið eigi uppruna sinn þar sem stundaðar eru sjálfbærar veiðar. Veiðar eftir vísindalegri ráðgjöf eru eina haldreipið á þeim vettvangi. Um leið og byrjað er að gefa eftir, þó að í smáum stíl sé, halda engin bönd. Það sýnir gömul reynsla okkar sjálfra og annarra þjóða. Það eitt gildir því að standa fast á markaðri nýtingarstefnu. Sjávarútvegsráðherra gaf í byrjun til kynna að hann yrði ábyrgur í þessum efnum. Nú er hann að innleiða flest af því versta úr fiskveiðistjórnun ýmissa Evrópusambandsríkja. Það leiðir bæði til óhagkvæmni í rekstri og ofveiði. Skötuselsákvörðun ráðherra á dögunum er annað skrefið á þessu ári í þá átt. Engin eign mun á komandi árum skila hærri ávöxtun en vaxandi fiskistofnar ef hyggilega er að málum staðið. Við þurfum á þeirri arðsvon að halda.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun