Lífið

Unga fólkið í aðalhlutverki

Verðlaunahópur Hér má sjá hópinn saman kominn eftir verðlaunaafhendinguna á laugardaginn. fréttablaðið/pjetur
Verðlaunahópur Hér má sjá hópinn saman kominn eftir verðlaunaafhendinguna á laugardaginn. fréttablaðið/pjetur

Grunnskólanemendur sýndu færni sína með myndavélarnar í keppni sem 66° Norður stóð fyrir. Menntamálaráðherra taldi sig sjá framtíðarkvikmyndagerðarfólk í keppninni.

Myndbandakeppni á vegum fataframleiðandans 66° Norður hefur staðið yfir í grunnskólum landsins undanfarnar vikur. Alls tóku sjötíu grunnskólar á landinu þátt í keppninni en hugmyndin kemur upphaflega frá kvikmyndagerðarmanninum Sigurjóni Sighvatssyni. Þema keppninnar í ár var íslenskur iðnaður og fór verðlauna­afhendingin fram síðastliðinn laugardag. Háteigsskóli sigraði í yngri aldurshópnum en Austurbæjarskóli bar sigur úr býtum í eldri flokknum.

Menntamálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir sat í dómnefnd ásamt Júlíusi Kemp leikstjóra, Sigurjóni Sighvatssyni og Böðvari Bjarka Péturssyni, skólastjóra Kvikmyndaskóla Íslands.

Katrín sagði að vafalítið væru í þessum hópi einhverjir kvikmyndagerðarmenn framtíðarinnar. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og þá aðallega fannst mér gaman að sjá hvað börnin voru dugleg. Við í dómnefndinni fengum að sjá mjög fjölbreytt úrval myndbanda og þau virtust flest hafa náð mjög góðum tökum á grunntækni kvikmynda­gerðar.“

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.