Stækkun NATO Þorvaldur Gylfason skrifar 5. febrúar 2009 06:00 Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn. Hvers vegna kusu Finnar að gerast ekki stofnaðilar að Nató 1949 eins og Danir, Íslendingar og Norðmenn? Finnum þótti hyggilegt að halda sig utan við Nató vegna nábýlisins við Rússa og í ljósi sögunnar. Finnar töpuðu vetrarstríðinu 1939-40 fyrir Rússum með miklu mannfalli (19.000 manns) og neyddust til að láta af hendi 42.000 ferkílómetra af landi sínu; þetta land, Karelíu, hefur Finnum ekki tekizt að endurheimta. Karelar búa nú við miklu lakari kjör en þeir myndu búa við, ef Karelía væri ennþá hluti Finnlands. Finnar voru í reynd dyggir bandamenn vesturveldanna og gengu ásamt Svíum og Austurríkismönnum í Evrópusambandið við fyrstu hentugleika 1994, skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Svíar kusu líkt og Finnar að standa utan við Nató og sögðust vera hlutlausir í kalda stríðinu, en voru það ekki: byssukjaftarnir þeirra sneru allir í austur, þótt kjaftar margra sænskra stjórnmálamanna vissu í vestur. Írar voru ekki í Nató vegna þess, að þeir gátu ekki hugsað sér að vera þar með Bretum, en þeir gengu samt í ESB 1986, þótt Bretar væru þar fyrir. Af því má ráða hagsbæturnar, og þá á ég ekki við styrkina, heldur félagsskapinn, aðhaldið og agann, sem Írar töldu sig með réttu geta sótt til ESB. Svisslendingar lýstu sig hlutlausa í utanríkismálum, en ekki innanríkismálum, enda bjuggu þeir við lýðræði og markaðsbúskap líkt og þjóðirnar í kring. Aðild Sviss að Nató kom því ekki til greina, og Svisslendingar gerðust ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Nató færist nær Rússlandi Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 ákváðu Pólland, Tékkland og Ungverjaland að ganga í Nató. Þar var þeim tekið tveim höndum, og 1999 voru þessi Evrópulönd komin aftur í þann gamla félagsskap, sem leppstjórnir Rússa höfðu hrifið þau úr eftir síðari heimsstyrjöldina. Það þótti Rússum slæmt, en þeir fengu ekki rönd við reist. Nató var þó ekki enn komið alla leið upp að landamærum Rússlands, því að Pólland, Tékkland og Ungverjaland eiga hvergi landamæri að Rússlandi. Skömmu síðar, 2002, voru Rússum líkt og í skaðabótaskyni tryggð formleg tengsl við Nató með tillögurétti án atkvæðisréttar á vettvangi Nató-Rússlandsráðsins. Næst gerðist það, að Eistland, Lettland, Litháen, Búlgaría, Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía gengu í Nató 2004. Nú var Nató komið alla leið að landamærum Rússlands, því að Eistland og Lettland liggja að Rússlandi. Þrjú lönd liggja milli hinna nýju Nató-landanna og Rússlands: Hvíta-Rússland, sem er frumstætt einræðisríki eins og áður og gæti átt eftir að sameinast Rússlandi, Moldavía, fátækasta land Evrópu, og Úkraína, þar sem búa 46 milljónir manns. Úkraína er klofin í tvær fylkingar. Önnur fylkingin vill ganga í Nató og ESB, en hin vill heldur halla sér að Rússum og virðist nú sækja í sig veðrið. Svipaður ágreiningur er uppi í Georgíu, sem liggur að Rússlandi eins og Úkraína. Ríkisstjórn Georgíu sækist eftir aðild að Nató án tafar og einnig að ESB. Hefði Georgía verið komin inn í Nató, þegar Rússar réðust þangað inn fyrir nokkru, hefði innrás Rússa jafngilt árás á Ísland og önnur aðildarríki samkvæmt stofnsáttmála Nató, óháð aðdraganda innrásarinnar. Hefðum við viljað það? Hver á að gæta bróður þíns? Bandaríkjastjórn hefur hug á að hleypa bæði Georgíu og Úkraínu inn í Nató í fyllingu tímans og ábyrgjast varnir þeirra, þar eð ríkisstjórnir beggja landa hafa óskað inngöngu. Evrópuríkin í Nató hika þó mörg við að hleypa þeim inn. Hikið er skiljanlegt. Undir efanum býr öðrum þræði tillitssemi Frakka, Þjóðverja og annarra við Rússa, sem hryllir við tilhugsuninni um fleiri Nató-ríki við landamæri Rússlands og það jafnvel í Kákasusfjöllum, þar sem allt logar í ófriði. Georgía er gömul púðurtunna. Finnland væri annar handleggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn. Hvers vegna kusu Finnar að gerast ekki stofnaðilar að Nató 1949 eins og Danir, Íslendingar og Norðmenn? Finnum þótti hyggilegt að halda sig utan við Nató vegna nábýlisins við Rússa og í ljósi sögunnar. Finnar töpuðu vetrarstríðinu 1939-40 fyrir Rússum með miklu mannfalli (19.000 manns) og neyddust til að láta af hendi 42.000 ferkílómetra af landi sínu; þetta land, Karelíu, hefur Finnum ekki tekizt að endurheimta. Karelar búa nú við miklu lakari kjör en þeir myndu búa við, ef Karelía væri ennþá hluti Finnlands. Finnar voru í reynd dyggir bandamenn vesturveldanna og gengu ásamt Svíum og Austurríkismönnum í Evrópusambandið við fyrstu hentugleika 1994, skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Svíar kusu líkt og Finnar að standa utan við Nató og sögðust vera hlutlausir í kalda stríðinu, en voru það ekki: byssukjaftarnir þeirra sneru allir í austur, þótt kjaftar margra sænskra stjórnmálamanna vissu í vestur. Írar voru ekki í Nató vegna þess, að þeir gátu ekki hugsað sér að vera þar með Bretum, en þeir gengu samt í ESB 1986, þótt Bretar væru þar fyrir. Af því má ráða hagsbæturnar, og þá á ég ekki við styrkina, heldur félagsskapinn, aðhaldið og agann, sem Írar töldu sig með réttu geta sótt til ESB. Svisslendingar lýstu sig hlutlausa í utanríkismálum, en ekki innanríkismálum, enda bjuggu þeir við lýðræði og markaðsbúskap líkt og þjóðirnar í kring. Aðild Sviss að Nató kom því ekki til greina, og Svisslendingar gerðust ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Nató færist nær Rússlandi Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 ákváðu Pólland, Tékkland og Ungverjaland að ganga í Nató. Þar var þeim tekið tveim höndum, og 1999 voru þessi Evrópulönd komin aftur í þann gamla félagsskap, sem leppstjórnir Rússa höfðu hrifið þau úr eftir síðari heimsstyrjöldina. Það þótti Rússum slæmt, en þeir fengu ekki rönd við reist. Nató var þó ekki enn komið alla leið upp að landamærum Rússlands, því að Pólland, Tékkland og Ungverjaland eiga hvergi landamæri að Rússlandi. Skömmu síðar, 2002, voru Rússum líkt og í skaðabótaskyni tryggð formleg tengsl við Nató með tillögurétti án atkvæðisréttar á vettvangi Nató-Rússlandsráðsins. Næst gerðist það, að Eistland, Lettland, Litháen, Búlgaría, Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía gengu í Nató 2004. Nú var Nató komið alla leið að landamærum Rússlands, því að Eistland og Lettland liggja að Rússlandi. Þrjú lönd liggja milli hinna nýju Nató-landanna og Rússlands: Hvíta-Rússland, sem er frumstætt einræðisríki eins og áður og gæti átt eftir að sameinast Rússlandi, Moldavía, fátækasta land Evrópu, og Úkraína, þar sem búa 46 milljónir manns. Úkraína er klofin í tvær fylkingar. Önnur fylkingin vill ganga í Nató og ESB, en hin vill heldur halla sér að Rússum og virðist nú sækja í sig veðrið. Svipaður ágreiningur er uppi í Georgíu, sem liggur að Rússlandi eins og Úkraína. Ríkisstjórn Georgíu sækist eftir aðild að Nató án tafar og einnig að ESB. Hefði Georgía verið komin inn í Nató, þegar Rússar réðust þangað inn fyrir nokkru, hefði innrás Rússa jafngilt árás á Ísland og önnur aðildarríki samkvæmt stofnsáttmála Nató, óháð aðdraganda innrásarinnar. Hefðum við viljað það? Hver á að gæta bróður þíns? Bandaríkjastjórn hefur hug á að hleypa bæði Georgíu og Úkraínu inn í Nató í fyllingu tímans og ábyrgjast varnir þeirra, þar eð ríkisstjórnir beggja landa hafa óskað inngöngu. Evrópuríkin í Nató hika þó mörg við að hleypa þeim inn. Hikið er skiljanlegt. Undir efanum býr öðrum þræði tillitssemi Frakka, Þjóðverja og annarra við Rússa, sem hryllir við tilhugsuninni um fleiri Nató-ríki við landamæri Rússlands og það jafnvel í Kákasusfjöllum, þar sem allt logar í ófriði. Georgía er gömul púðurtunna. Finnland væri annar handleggur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun