Viðskipti innlent

Vill launaþak á stjórnendur Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR mun leggja til við ársfund Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem haldinn er í kvöld að sett verði launaþak á æðstu stjórendur sjóðsins. Þá mun einnig koma fram tillaga um breytingar á stjórn sjóðsins.

Ragnar segir í tilkynningu um málið að auk launaþaksins muni hann leggja til að bækur sjóðsins verði opnaðar og skuldabréfaeign sjóðsins verði sundurliðuð og gerð opinber. Fundurinn samþykki ekki ársreikning sjóðsins fyrr en þetta liggur fyrir.

Þá vill Ragnar að lagður verði fram eignalisti yfir öll hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir sjóðsins þann 1. janúar 2008, 3. október 2008 og 1. janúar 2009 og jafnframt yfirlit yfir þóknanir við eignatilfærslur.

Og Ragnar mun leggja fram tillögu um að fengnir verði óháðir aðilar, sem fulltrúar sjóðsfélaga utan stjórnar tilnefna, til að endurskoða bækur sjóðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×