Lífið

Sigga og Móses í kvöld

Á batteríinu Sigríður Thorlacius.fréttablaðið/arnþór
Á batteríinu Sigríður Thorlacius.fréttablaðið/arnþór

Hljómsveitirnar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar og Moses Hightower halda sameiginlega tónleika á Batteríinu í kvöld. Sigríður og hennar Heiðurspiltar hafa slegið í gegn á árinu, allt frá því að platan Á ljúflingshól kom út. Þar eru lög úr safni Jóns Múla sett í nýjan búning. Þetta verða líklegast síðustu tónleikar Sigríðar og Heiðurspilta í dágóðan tíma.

Kvartettinn Moses Hightower var stofnaður vorið 2007 og samanstendur af þeim Andra Ólafssyni (bassi og söngur), Daníel Friðrik Böðvarssyni (gítar), Magnúsi Trygvasyni Eliassen (trommur) og Steingrími Karli Teague (hljómborð og söngur). Á æfingum um sumarið hnykluðu meðlimir r&b-vöðvana sína og hrærðu í súpu af frumsömdu efni, sem síðan hefur smám saman bæst í og verið unnið úr. Drengirnir hafa lengi unnið hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu og er hún væntanleg á markað á næsta ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.