Íslenski boltinn

Fyrsta tap Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar.
Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm

Stjörnumenn urðu fyrstir til að vinna Njarðvíkinga síðan að Sigurður Ingimundarson tók við liðinu, þegar Stjarnan vann 82-75 sigur á leik liðanna í Ásgarði í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Garðbæingar voru sterkari í lokin.

Stjarnan hafði fyrir leikinn tapað tveimur leikjum í röð (fyrir Tindastól og Snæfelli) en Njarðvík var búið að vinna alla átta leiki sína undir stjórn Sigurðar, sjö í deild og einn í bikar.

Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa verið að trufla hann í síðustu leikjum og réðu Njarðvíkingar ekkert við hann í fyrri hálfleiknum þar sem hann var með 18 stig og 11 fráköst. Það var síðan Justin Shouse sem var aðalmaðurinn við að landa sigrinum í lokin.



Stjarnan-Njarðvík 82-75 (50-45)



Stig Stjörnunnar: Fannar Freyr Helgason 21 (15 fráköst, 4 stoðsendingar), Justin Shouse 21 (11 fráköst), Jovan Zdravevski 20 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Magnús Helgason 10, Kjartan Kjartansson 3, Birkir Guðlaugsson 3, Ólafur Ingvason 3, Birgir Björn Pétursson 1.

Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 22, Magnús Þór Gunnarsson 12 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Friðrik Stefánsson 12 (14 fráköst), Guðmundur Jónsson 12, Páll Kristinsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×