Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki 11. mars 2009 11:26 Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. Tap sjóðsins á síðasta ári nam 633 milljörðum norskra kr. eða um tíu þúsund milljörðum kr. Og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er talið að tapið nemi um 250 milljörðum norskra kr. í viðbót. Svein Gjedrem seðlabankastjóri Noregs kynnti ársuppgjör sjóðsins. Fram kom í máli hans að fjármálakreppan hafi komið verulega illa við fjárfestingar sjóðsins á alþjóðlegum mörkuðum. „Við drögum okkar lærdóm af þessu slæma uppgjöri og höfum gert verulegar breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins," segir Gjedrem. Þrátt fyrir tapið stækkaði sjóðurinn á síðasta ári, einkum vegna hins háa olíuverðs sem var framan af árinu og til síðsumars. Um áramótin var sjóðurinn 2.275 milljarðar norskra kr. eða um 32.800 milljarðar kr. að stærð og hafði bætt við sig 150 milljörðum norskra kr. á árinu.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira