Vafningar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 23. desember 2009 06:00 Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína. Sjóvá átti SJ-fasteignir. Milestone átti Sjóvá. Eigendur Vafnings voru SJ2, Skeggi og Máttur. Sjóvá og bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu SJ2. Bræðurnir áttu Sjóvá í gegnum félag sitt Milestone. Skeggi var í eigu SJ2, Hrómundar, Hafsilfurs, BNT og Sátts. Einar Sveinsson átti Hrómund, Benedikt Sveinsson átti Hafsilfur. Þeir Sveinssynir áttu bróðurpart BNT sem aftur átti N1. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, átti Sáttan. Máttur var í eigu SJ2, Hrómundar og Hafsilfurs. Einar Sveinsson og Karl Wernersson voru stórir hluthafar og stjórnarmenn í Glitni: Karl í gegnum félagið Þátt International og Einar í gegnum Hrómund og í eigin nafni. Glitnir lánaði Milestone til að kaupa Sjóvá. Sjóvá lánaði Vafningi til að kaupa SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. Þessar upplýsingar eru fengnar úr DV, sem fjallaði í nokkrum greinum um viðskiptin og þá helst aðkomu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að þeim. Hér verður ekki fjölyrt um þátt Bjarna í þessu vafstri öllu en eflaust fær það sinn kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið. Sjóvá fór jú á hausinn. Á hinn bóginn þarf ekki að koma á óvart að Bjarni tengist viðskiptagjörningum. Það eru kunnar staðreyndir að hann var stjórnarformaður BNT og að fjölskylda hans hefur fengist við ýmiss konar sýsl með peninga í gegnum árin. Það eru aðferðirnar sem hér eru leiðarstef. Tuttugu félaga flækja er á milli íbúðanna í Kína og mannanna sem stóðu að kaupunum á þeim. Þessi háttur þótti eðlilegur í viðskiptunum; eignarhaldsfélög á eignarhaldsfélög ofan með veð hér, lán þar og viðskiptavild fyrir milljarða, eignarhluta hvert í öðru og helst sjálfu sér líka og ábyrgðirnar engar nema félagsins sem var svo ekki annað en skuldirnar. Við þekkjum líka Baug, Gaum, 365, Rauðsól, Sýn og 365 miðla sem Jón Ásgeir ýmist fór eða fer fyrir. Björgólfarnir voru með sín Samson Global Holdings og Samson eignarhaldsfélag sem greiddi til Opal Global Invest sem lánaði Bell Global Lux sem fjárfesti í uppbyggingu á hafnarsvæði Pétursborgar og lánaði líka Björgólfi eldri fyrir kaupunum á Árvakri. Dæmin eru óteljandi. Einhvern veginn urðu þessi ósköp til og þegar upp verður staðið kemur kannski á daginn að íslenska efnahagsundrið sem Hannes Hólmsteinn og Ólafur Ragnar kepptust við að mæra í nafni embætti sinna var ekki annað en nenna til að stofna eignarhaldsfélög. Við þurfum ekki að bíða nema í rúman mánuð í viðbót til að fá á hreint hvað það var í viðskiptaumhverfinu sem gerði það að verkum að fólk og fyrirtæki þöndust út og sprungu að lokum í loft upp með þeim afleiðingum að eftir situr þjóð í efnahagslegum sárum. Rannsóknarnefndarskýrslan mun færa okkur heim sanninn um þetta allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Vafningsmálið Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína. Sjóvá átti SJ-fasteignir. Milestone átti Sjóvá. Eigendur Vafnings voru SJ2, Skeggi og Máttur. Sjóvá og bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu SJ2. Bræðurnir áttu Sjóvá í gegnum félag sitt Milestone. Skeggi var í eigu SJ2, Hrómundar, Hafsilfurs, BNT og Sátts. Einar Sveinsson átti Hrómund, Benedikt Sveinsson átti Hafsilfur. Þeir Sveinssynir áttu bróðurpart BNT sem aftur átti N1. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, átti Sáttan. Máttur var í eigu SJ2, Hrómundar og Hafsilfurs. Einar Sveinsson og Karl Wernersson voru stórir hluthafar og stjórnarmenn í Glitni: Karl í gegnum félagið Þátt International og Einar í gegnum Hrómund og í eigin nafni. Glitnir lánaði Milestone til að kaupa Sjóvá. Sjóvá lánaði Vafningi til að kaupa SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. Þessar upplýsingar eru fengnar úr DV, sem fjallaði í nokkrum greinum um viðskiptin og þá helst aðkomu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að þeim. Hér verður ekki fjölyrt um þátt Bjarna í þessu vafstri öllu en eflaust fær það sinn kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið. Sjóvá fór jú á hausinn. Á hinn bóginn þarf ekki að koma á óvart að Bjarni tengist viðskiptagjörningum. Það eru kunnar staðreyndir að hann var stjórnarformaður BNT og að fjölskylda hans hefur fengist við ýmiss konar sýsl með peninga í gegnum árin. Það eru aðferðirnar sem hér eru leiðarstef. Tuttugu félaga flækja er á milli íbúðanna í Kína og mannanna sem stóðu að kaupunum á þeim. Þessi háttur þótti eðlilegur í viðskiptunum; eignarhaldsfélög á eignarhaldsfélög ofan með veð hér, lán þar og viðskiptavild fyrir milljarða, eignarhluta hvert í öðru og helst sjálfu sér líka og ábyrgðirnar engar nema félagsins sem var svo ekki annað en skuldirnar. Við þekkjum líka Baug, Gaum, 365, Rauðsól, Sýn og 365 miðla sem Jón Ásgeir ýmist fór eða fer fyrir. Björgólfarnir voru með sín Samson Global Holdings og Samson eignarhaldsfélag sem greiddi til Opal Global Invest sem lánaði Bell Global Lux sem fjárfesti í uppbyggingu á hafnarsvæði Pétursborgar og lánaði líka Björgólfi eldri fyrir kaupunum á Árvakri. Dæmin eru óteljandi. Einhvern veginn urðu þessi ósköp til og þegar upp verður staðið kemur kannski á daginn að íslenska efnahagsundrið sem Hannes Hólmsteinn og Ólafur Ragnar kepptust við að mæra í nafni embætti sinna var ekki annað en nenna til að stofna eignarhaldsfélög. Við þurfum ekki að bíða nema í rúman mánuð í viðbót til að fá á hreint hvað það var í viðskiptaumhverfinu sem gerði það að verkum að fólk og fyrirtæki þöndust út og sprungu að lokum í loft upp með þeim afleiðingum að eftir situr þjóð í efnahagslegum sárum. Rannsóknarnefndarskýrslan mun færa okkur heim sanninn um þetta allt saman.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun