Lífið

Afmælistónleikar Lögreglukórsins

Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík næstkomandi laugardag. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir.

Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson en á tónleikunum nýtur kórinn aðstoðar hljóðfæraleikaranna Gunnars Gunnarssonar píanó, Tómasar R. Einarssonar bassi, Ómars Guðjónssonar gítar og Scotts McLemore slagverk.

Miðaverð er 1.500 krónur og verða miðar seldir við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.