Smáþjóðaleikarnir verða settir á Kýpur í dag og standa þeir til 6. júní en þetta er í 13. sinn sem leikarnir eru haldnir. Íslendingar eiga 126 fulltrúa á leikunum að þessu sinni sem munu keppa í tíu keppnisgreinum.
Átta þjóðir eru mættar til leiks á leikunum en það eru ásamt Íslandi, Kýpur, Lúxemborg, Liechtenstein, Malta, San Marínó, Andorra og Mónakó. Ísland og heimaþjóðin Kýpur hafa verið sigursælustu þjóðirnar á leikunum í gegnum tíðina.
Á morgun hefst svo keppni í tíu af ellefu keppnisgreinum á leikunum og þá leika til að mynda karla og kvennalandslið Íslands gegn Möltu.