Körfubolti

Brenton: Vildi frekar tapa með 20 stigum en að tapa svona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brenton Birmingham í leiknum í kvöld.
Brenton Birmingham í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm

Brenton Birmingham lék frábærlega í úrslitaeinvíginu en varð eins og aðrir Grindvíkingar að sætta sig við eins naumt tap og hægt er - að tapa oddaleik með einu stigi.

„Það er erfitt að tapa leik með einu stigi en það er enn erfiðara að sætta sig við tap þegar við áttum möguleika á að taka síðasta skotið og vinna. Ég vildi frekar tapa með 20 stigum en að tapa svona," sagði Brenton Birmingham, leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld þar sem Grindavík tapaði oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með aðeins einu stigi.

„Af því vorum bara einu stigi undir þá vildi enginn sætta sig við að skjóta þriggja stiga skoti. Það voru allir að leita að betra færi nálægt körfunni. Núna hefðu allir verið tilbúnir að taka þetta skot en á þessu augnabliki vildu allir fá besta mögulega skotið. Stundum verðum maður bara að taka opna skotið," sagði Brenton.

„Þessi sería og þessi leikur á eftir að gera mikið fyrir íslenskan körfubolta. Þetta var alvöru körfubolti," sagði Brenton að lokum en hann var með 12 stig og 9 stoðsendingar í leiknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×