Körfubolti

Umfjöllun: Njarðvík enn með fullt hús stiga

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Frá leik Njarðvíkur og KR síðasta vetur.
Frá leik Njarðvíkur og KR síðasta vetur. Mynd/Anton

Njarðvík lagði Íslandsmeistara KR 76-68 í uppgjöri toppliðanna í Iceland-Exrpess deildinni í kvöld.

Fyrir leikinn voru bæði lið taplaus og mikil stemning var í Ljónagryfjunni meðal þeirra fjölmörgu áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn.

Liðin buðu upp á afbrags sóknarleik i fyrsta leikhluta, þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta, 25-25.

Tommy Jonhson og Guðmundur Jónsson sáu um stiga skorun fyrir sín líð í upphafi leiks. Semaj Inge var frábær í fyrstu tveimur leikhlutunum sem og Fannar Ólafsson sem pakkaði Friðriki Stefánssyni saman.

Jóhann Ólafsson átti einnig fínar rispur fyrir heimamenn. Páll Kristinsson lenti snemma leiks í villuvandræðum og var því mikið utan vallar sem virtist há heimamönnum í baráttunni undir körfunni. Staðan í leikhlé var jöfn, 41-41.

Heimamenn voru sjálfum sér verstir í upphafi þriðja leikhluta. Þeir misstu boltann í þrígang til KR-inga sem nýttu sér það auðveldlega og skyndilega voru meistararnir komnir með undirtökin.

Fátt virtist benda til þess að KR-ingar færu tómhentir heim. Staðan þegar einn leikhluti var eftir, 54-56.

Gestirnir misstu þráðinn og virtist sem að hávaðinn og spennan í Ljónagryfjunni færi með þá. Klaufavillur, lélegur sóknarleikur og einstæklingsframtök voru það sem gerði útslagið.

Á meðan gengu Njarðvíkingar á bragðið og kláruðu dæmið í miklum baráttuleik. Lokatölur, 76-68, Njarðvík í vil.

Jóhann Ólafsson og Rúnar Ingi Erlingsson fóru mikinn fyrir heimamenn í loka leikhlutanum, skoruðu mikilvægar körfur og rifu upp stemninguna Njarðvíkurmegin í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×