Lífið

Flóamarkaður á Íslendingabar

Íslenskir listamenn selja vörur sínar á Cafe Blasen um helgina. Sigurður Helgason er eigandi skemmtistaðarins.
Íslenskir listamenn selja vörur sínar á Cafe Blasen um helgina. Sigurður Helgason er eigandi skemmtistaðarins.

Séríslenskur flóamarkaður verður haldinn á öldurhúsinu Cafe Blasen í Kaupmannahöfn nú á laugardag og eru það íslenskir listamenn búsettir í Danmörku sem standa að markaðnum. Meðal þeirra sem taka þátt eru Ágústa Hera Harðardóttir, Einar Thor, Jónas Breki, Örn Tönsberg og útvarpsmaðurinn vinsæli Andri Freyr Viðarsson sem mun leika jólatónlist undir nafninu Sir Honkey Tonk.

Sigurður Helgason er eigandi Cafe Blasen og hefur hann rekið staðinn frá því í vor í fyrra. Cafe Blasen hefur mikið verið sóttur af íslendingum sem búsettir eru í Kaupmannahöfn

„Þetta var gamall draumur sem rættist. Meiningin var ekki sú að opna hér sérstakan íslendingabar en óvart varð þetta að stað sem Íslendingar sækja. Ætli það megi ekki segja að þetta skiptist til helmingja, helmingur gesta sé íslenskur og hinn helmingurinn annað hvort Danir eða erlendir skiptinemar,“ útskýrir Sigurður.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur jólamarkaður er haldinn á Cafe Blasen og segir Sigurður að boðið verði upp á kaffi, kakó og jólaglögg á staðnum. „Staðurinn er ekki stór þannig þetta verður hugguleg fjölskyldu stemning. Þarna verður ýmislegt til sölu, allt frá skartgripum til málverka og fatnaðs. Bæði ég og listamennirnir sjálfir höfum verið dugleg við að breiða út boðskapinn þannig ég býst við að einhverjir kíki við hjá okku. Ef þetta gengur vel þá að sjálfsögðu gerum við þetta aftur að ári og þá kannski á stærri stað.“

Skyldi einhver eiga leið til Kaupmannahafnar um helgina þá hefst markaðurinn klukkan 12.00 á Cafe Blasen við Nørregade. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.