Lífið

Vinir kveðja

Friðrik  óMar og Jógvan Hansen
Friðrik óMar og Jógvan Hansen

Síðustu tónleikarnir hjá þeim félögum Friðriki Ómari og Jógvan Hansen verða í Salnum, Kópavogi, í kvöld klukkan átta. Plata þeirra, Vinalög, hefur selst ákaflega vel að undanförnu og er aftur komin á toppinn yfir mest seldu plöturnar á Íslandi. „Við stefnum á gull, vonandi gerist það bara innan tíu daga,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið.

Á disknum skipta þeir Friðrik og Jógvan um hlutverk. Það er að segja, Friðrik syngur þekkt færeysk lög á íslensku og Jógvan flytur frægar íslenskar dægurlaga­perlur á sínu ylhýra. Þetta hefur mælst ótrúlega vel fyrir hjá bæði Íslendingum og Færeyingum en vinirnir hafa troðfyllt hvern tónleikastaðinn á fætur öðrum á báðum stöðum. En nú er sem sagt komið að lokapunkti þessarar miklu reisu og hyggjast þeir Friðrik og Jógvan kveðja í Salnum klukkan átta eins og áður segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.