Viðskipti erlent

Yfir 300 hótel í Kaliforníu eru gjaldþrota

Yfir 300 hótel í Kaliforníu hafa orðið gjaldþrota frá áramótum og er það um fimmföld aukning á slíkum gjaldþrotum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er bæði að eigendur geta ekki staðið í skilum af lánum sínum og að verulega hefur dregið úr ferðalögum innan ríkisins vegna kreppunnar.

 

Kalifornía rambar á barmi gjaldþrots eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum. Ef Kalifornía væri sjálfstæð þjóð hefði hún áttunda stærsta hagkerfi heimsins. Væri Kalifornía fyrirtæki væri skiptaráðandi fyrir löngu búinn að taka við þrotabúinu.

 

Samkvæmt frétt í blaðinu Los Angeles Times um gjaldþrot hótela í Kaliforníu berjast þau hótel sem eftir standa í bökkum og telja sérfræðingar að fjöldi þeirra fari einnig í gjaldþrot fyrir áramótin.

 

Meðal þeirra hótela sem þegar eru gjaldþrota má nefna St. Regis Monarch Beach í Dana Point, Marriott í Los Angeles og Sheraton Universal í San Diego.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×