Lífið

Skrifuð í gegnum tölvupóst

Flugvélakossar Ingibjörg og Nancy ásamt fjölskyldu þeirra, en flugvélakossar Daníels Thors, sonar Ingibjargar, urðu kveikjan að bók þeirra tengdamæðgna.
Flugvélakossar Ingibjörg og Nancy ásamt fjölskyldu þeirra, en flugvélakossar Daníels Thors, sonar Ingibjargar, urðu kveikjan að bók þeirra tengdamæðgna.

„Ég er búin að vera að lesa í yngri bekkjum grunnskóla í fæðingarorlofinu mínu og það er alveg magnað hvað þau taka vel í þetta,“ segir Ingibjörg Vilbergsdóttir, annar höfundur bókarinnar Flugvélakossar. Bókina skrifaði hún með tengdamóður sinni Nancy Myer sem er búsett í Bandaríkjunum, en bókin fjallar um Daníel og ömmu hans sem hann saknar mikið þegar hún er fjarri, svo hann lærir leið til að senda henni flugvélakossa.

„Hugmyndin kviknaði þegar Daníel sonur minn var þriggja ára. Þá var hann ekki alveg að skilja hvað fjarlægðin er mikil á milli Íslands og Bandaríkjanna og saknaði ástvina sinna þegar fríinu lauk og við fórum heim. Hann var rosalega hrifinn af flugvélum og tók upp á því að senda flugvélakossa til ástvina sinna í Bandaríkjunum til að takast á við söknuðinn,“ segir Ingibjörg. Aðspurð segir hún þær tengdamæðgur ekki hafa látið fjarlægðina stöðva sig við gerð bókarinnar. „Við skrifuðum bókina með hjálp internetsins, sendum tölvupósta fram og til baka og unnum alla hugmyndavinnuna í tölvusamskiptum,“ segir hún, en um myndskreytingar í bókinni sá Jean Antoine Posocco.

Flugvélakossar kemur út bæði á íslensku og ensku og segir Ingibjörg bókina innihalda byrjendalestrartexta. „Þar sem við Nancy erum báðar grunnskólakennarar notuðum við þá kunnáttu sem við höfum. Það er stórt letur í bókinni og mjög skemmtilegt og myndrænt efni,“ segir hún. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.