Lífið

Varð að svæfa Sólmund Hólm

Gylfi Ægisson ásamt ævinsöguritara sínum Sólmundi Hólm Sólmundarsyni.
fréttablaðið/anton
Gylfi Ægisson ásamt ævinsöguritara sínum Sólmundi Hólm Sólmundarsyni. fréttablaðið/anton
„Við vorum mjög góð við hann en það endaði með því að við urðum að láta svæfa greyið,“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson.

Hann og Jóhanna kærastan hans hafa að undanförnu misst tvo kettlinga sem voru báðir skírðir í höfuðið á Sólmundi Hólm Sólmundarsyni, ævisöguritara Gylfa. Sá síðari, Sólmundur Hólm II. var svæfður vegna þess að hann var sérlega geðillur og klóraði fólk upp úr þurru en sá fyrri, Sólmundur Hólm Jr., varð fyrir bíl í Keflavík þar sem Gylfi á íbúð.

„Jóhönnu langaði í kisu og vantaði nafn á hana. Þá segi ég við hana: „Af hverju gerirðu ekki eins og indíánarnir og lítur út um gluggann og skírir köttinn í höfuðið á því fyrsta sem þú sérð?“,“ segir Gylfi. „Þannig að hún leit út um eldhúsgluggann og það fyrsta sem hún sá var sólin. En af því að þetta var strákur gat hún ekki skírt hann Sól. Þá datt henni í hug, af því að Sóli var að skrifa bókina, að skíra hann Sóla. Þar með varð þetta Sólmundur Hólm Jr.“

Gylfi og Jóhanna létu ekki deigann síga þrátt fyrir dauða kattanna tveggja því sá þriðji, Sólmundur Hólm III. er nú kominn á heimilið og er ljúfur sem lamb.

Ævisöguritarinn Sólmundur Hólm hefur þó enn ekki hitt nafna sinn, ekki frekar en hina tvo. Spilar það inn í að hann er með kattaofnæmi og reynir hvað hann getur að halda sig fjarri kattarkyninu. Gylfi segir það engu máli skipta: „Hann skal sko fá að halda á þessum , hann er svo góður.“ -fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.