Sport

Besti tennisleikari heims eignaðist tvíburastelpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roger Federer vann Wimbledon á dögunum.
Roger Federer vann Wimbledon á dögunum. Mynd/AFP

Roger Federer og kona hans Mirka Vavrinec eignuðust í gær tvíburastelpur en þær fæddust í heimalandi hans Sviss. Federer er af mörgum talinn vera besti tennisleikari sögunnar en hann er búinn að vera efstur á heimslistanum meira eða minna frá árinu 2004.

„Þetta er stórkostlegasti dagur lífs míns," sagði Federer sem hefur þó átt þá marga frábæra. Stelpurnar hafa þegar fengið nafn en þær heita Charlene Riva og Myla Rose. „Mirka, Myla og Charlene líður öllum vel og allt gengur vel," sagði Federer á heimasíðu sinni: www.rogerfederer.com.

Hinn 27 ára gamli tennisspilari er sigursælasti tennisleikari sögunnar en alls hefur Federer unnið fjögur stærstu tennismót heimsins fimmtán sinnum. Þegar Federer cann Wimbledon-mótið á dögunum þá sat kona hans kasólétt í stúkunni í kæfandi hitanum en úrslitaleikurinn fór alla leið í oddalotu.

Federer sagði konu hans hafa alltaf viljað að börnin hans myndu sjá hann spila. „Það hefur verið draumur Mirku að þær geti séð mig spila þannig að ég verð að uppfylla þá óska og spila í nokkur ár til viðbótar," sagði besti tennisleikari heims.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×