Lífið

Nóg að gera hjá Ragga Bjarna

Raggi hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Þrátt fyrir árin 75 er hann enn í hörkuformi.
Raggi hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Þrátt fyrir árin 75 er hann enn í hörkuformi.

„Ég er alltaf eins og brjálæðingur úti um allar trissur,“ segir söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana, eins og svo oft áður. Hann hefur verið að syngja í Officeraklúbbnum í Keflavík á jólahlaðborðum auk þess sem hann kemur fram á dvalarheimilum aldraðra og í afmælum.

„Það hefur verið heilmikið að gerast síðustu fimm ár, eða síðan ég varð sjötugur,“ segir Raggi, sem virðist sjaldan eða aldrei hafa verið vinsælli.

Raggi er að fylgja eftir þrefaldri safnplötu sinni, Komdu í kvöld, sem kom út í haust á svipuðum tíma og tvennir afmælistónleikar hans voru haldnir í Laugardalshöllinni. Þeir heppnuðust gríðarlega vel og verða fyrir vikið gefnir út á mynddiski um páskana. Á safnplötunni eru 69 bestu lög Ragga frá 1953 til 2009, þar á meðal hinir ódauðlegu slagarar Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, Komdu í kvöld, Fröken Reykjavík og Vorkvöld í Reykjavík.

Einnig er væntanleg heimildarmynd um Ragga en undanfarið eitt og hálft ár hefur hann verið eltur á röndum af leikstjóranum Árna Sveinssyni. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.