Daníel vann jólalagakeppni Rásar 2 í annað sinn 19. desember 2009 04:00 Jólastress Daníel Geir Moritz laga- og textahöfundur sigraði í Jólalagakeppni Rásar 2 í annað sinn með laginu Jólastress, en hann sigraði einnig árið 2007.Fréttablaðið/GVA Laga- og textahöfundurinn Daníel Geir Moritz vann jólalagakeppni Rásar 2 ásamt Jólabandinu með laginu Jólastress. Þetta er í annað sinn sem hann ber sigur úr býtum í keppninni. „Jólalög eru oft um ástina og gleðina í kringum jólin, en í þessu lagi koma fyrir setningar og atriði sem flestallir geta tengt við í tengslum við jólastressið,“ segir Daníel Geir Moritz, sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2. Daníel samdi bæði lag og texta við sigurlagið Jólastress sem er í flutningi Jólabandsins, en í öðru sæti varð lagið Heilög jól eftir Valgeir Skagfjörð, sungið af Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, og í því þriðja sæti var lag Hafsteins Þráinssonar, Jólin í okkar nafni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel Geir og Jólabandið sigra í umræddri keppni því hann bar einnig sigur úr býtum árið 2007 með laginu Gjöfin mín ert þú. „Ég gaf út lag í fyrsta sinn fyrir Neistaflug í Neskaupstað 2007. Í kjölfarið tókum við Jólabandið þátt í þessari keppni og þegar það gekk svona ljómandi vel ákváðum við að semja jólalag á hverju ári,“ segir Daníel, sem sendi þó ekki inn lag í keppnina í fyrra. „Við gerðum jólalag í fyrra sem fór um netheimana og til vina og vandamanna, en núna fannst okkur þetta efnilegt lag og fannst besti farvegurinn að setja það í þessa keppni,“ útskýrir hann. Daníel Geir, sem er 24 ára, starfar í Bóksölu Kennaraháskólans og nemur skapandi skrif í Háskóla Íslands. Auk þess fæst hann við umboðsmennsku og uppistand. Aðspurður segist hann hafa byrjað í tónlistinni fjórtán ára gamall. „Ég byrjaði að læra á gítar í Tónskólanum í Neskaupstað, en hætti þegar ég átti að fara að læra nótur. Annars hef ég yfirleitt verið þessi partíglamrari þangað til sumarið 2006 þegar Sturla Már Helgason hljómborðsleikari fór að hvetja mig til að taka upp eigin tónlist,“ útskýrir Daníel, en segist hvorki syngja né spila sjálfur í endanlegum útgáfum af lögum sínum. „Ég sem bara lag og texta, smala í stúdíó og svo er bara partí. Ég útset lögin með Jólabandinu og þá verður alveg stórbrotin breyting á demóunum mínum. Það er breytilegt hverjir eru með í Jólabandinu hverju sinni, en Eiríkur Hafdal er söngvari bandsins,“ útskýrir hann. „Það getur hver sem er fengið góða hugmynd, en það eru ekki allir jafn heppnir og ég að eiga félaga sem eru tilbúnir að hjálpa mér að búa til tónlist,“ bætir hann við og brosir. Spurður um lagasmíðarnar segist hann eiga nóg efni. „Ég á alveg stílabækurnar af lögum, en hef ekki verið mjög duglegur að koma þeim frá mér. Það er mjög hentugt þegar tilefni eru eins og Neistaflug og svo koma alltaf jól,“ segir hann og útilokar ekki þátttöku í forkeppni Eurovision. „Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að taka einhvern tíma þátt í Söngkeppni sjónvarpsins, svo er stefnan að fara að semja fyrir listamenn á þeirra forsendum,“ segir Daníel. Í verðlaun hlaut hann rúm frá Rekkjunni og 100.000 króna gjafabréf frá Krónunni. „Ég er frá Neskaupstað, en er búinn að búa í bænum í fjögur ár. Ég hef bara verið með rúm í láni síðan, svo það er fínt að geta farið og keypt almennilegt rúm,“ segir hann brosandi og bendir á heimasíðu sína umboðsstofan.is/jolabandid, þar sem fólk getur nálgast jólatónlist hans endurgjaldslaust.alma@frettabladid.is Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Laga- og textahöfundurinn Daníel Geir Moritz vann jólalagakeppni Rásar 2 ásamt Jólabandinu með laginu Jólastress. Þetta er í annað sinn sem hann ber sigur úr býtum í keppninni. „Jólalög eru oft um ástina og gleðina í kringum jólin, en í þessu lagi koma fyrir setningar og atriði sem flestallir geta tengt við í tengslum við jólastressið,“ segir Daníel Geir Moritz, sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2. Daníel samdi bæði lag og texta við sigurlagið Jólastress sem er í flutningi Jólabandsins, en í öðru sæti varð lagið Heilög jól eftir Valgeir Skagfjörð, sungið af Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, og í því þriðja sæti var lag Hafsteins Þráinssonar, Jólin í okkar nafni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel Geir og Jólabandið sigra í umræddri keppni því hann bar einnig sigur úr býtum árið 2007 með laginu Gjöfin mín ert þú. „Ég gaf út lag í fyrsta sinn fyrir Neistaflug í Neskaupstað 2007. Í kjölfarið tókum við Jólabandið þátt í þessari keppni og þegar það gekk svona ljómandi vel ákváðum við að semja jólalag á hverju ári,“ segir Daníel, sem sendi þó ekki inn lag í keppnina í fyrra. „Við gerðum jólalag í fyrra sem fór um netheimana og til vina og vandamanna, en núna fannst okkur þetta efnilegt lag og fannst besti farvegurinn að setja það í þessa keppni,“ útskýrir hann. Daníel Geir, sem er 24 ára, starfar í Bóksölu Kennaraháskólans og nemur skapandi skrif í Háskóla Íslands. Auk þess fæst hann við umboðsmennsku og uppistand. Aðspurður segist hann hafa byrjað í tónlistinni fjórtán ára gamall. „Ég byrjaði að læra á gítar í Tónskólanum í Neskaupstað, en hætti þegar ég átti að fara að læra nótur. Annars hef ég yfirleitt verið þessi partíglamrari þangað til sumarið 2006 þegar Sturla Már Helgason hljómborðsleikari fór að hvetja mig til að taka upp eigin tónlist,“ útskýrir Daníel, en segist hvorki syngja né spila sjálfur í endanlegum útgáfum af lögum sínum. „Ég sem bara lag og texta, smala í stúdíó og svo er bara partí. Ég útset lögin með Jólabandinu og þá verður alveg stórbrotin breyting á demóunum mínum. Það er breytilegt hverjir eru með í Jólabandinu hverju sinni, en Eiríkur Hafdal er söngvari bandsins,“ útskýrir hann. „Það getur hver sem er fengið góða hugmynd, en það eru ekki allir jafn heppnir og ég að eiga félaga sem eru tilbúnir að hjálpa mér að búa til tónlist,“ bætir hann við og brosir. Spurður um lagasmíðarnar segist hann eiga nóg efni. „Ég á alveg stílabækurnar af lögum, en hef ekki verið mjög duglegur að koma þeim frá mér. Það er mjög hentugt þegar tilefni eru eins og Neistaflug og svo koma alltaf jól,“ segir hann og útilokar ekki þátttöku í forkeppni Eurovision. „Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að taka einhvern tíma þátt í Söngkeppni sjónvarpsins, svo er stefnan að fara að semja fyrir listamenn á þeirra forsendum,“ segir Daníel. Í verðlaun hlaut hann rúm frá Rekkjunni og 100.000 króna gjafabréf frá Krónunni. „Ég er frá Neskaupstað, en er búinn að búa í bænum í fjögur ár. Ég hef bara verið með rúm í láni síðan, svo það er fínt að geta farið og keypt almennilegt rúm,“ segir hann brosandi og bendir á heimasíðu sína umboðsstofan.is/jolabandid, þar sem fólk getur nálgast jólatónlist hans endurgjaldslaust.alma@frettabladid.is
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“