Sigurður Ragnar getur ekki valið Laufeyju í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2009 10:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Sigurður Ragnar er þessa daganna að leggja lokahöndina á að velja 22 manna landsliðshóp fyrir EM en hann getur ekki valið Laufeyju þrátt fyrir að hafa hrifist af innkomu hennar í gær. „Laufey kemur ekki til greina í lokakeppnishópinn því við erum búin að skila inn 40 manna lista til UEFA. Ég má bara velja leikmenn sem eru á þeim lista," segir Sigurður og bætir við: „Hún kemur því ekki til greina í EM-hópinn en ef hún heldur áfram að æfa fótbolta þá kemur hún að sjálfsögðu til greina í landsliðshópinn eins og allir aðrir leikmenn," segir Sigurður Ragnar. Laufey kom inn á 64. mínútu, skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. „Mér fannst hún eiga mjög góða innkomu í þennan leik og hún er frábær leikmaður. Vonandi heldur hún áfram sem lengst í fótbolta," segir Sigurður Ragnar. „Hún virkaði ekki mjög ryðguð og maður sá strax hvað hún er með góðan leikskilning og góð hlaup. Hún spilar boltanum vel frá sér og það er mikið spil í kringum hana. Ég hef oft séð hana spila í gegnum tíðina og hún er frábær leikmaður," segir landsliðsþjálfarinn. Það er nóg að gera hjá kvennalandsliðinu í haust því undankeppni HM tekur strax við af EM. „Það eru landsleikir í sepetember og október og ef hún er að spila út tímabilið og er að spila vel þá veit maður aldrei. Ég veit heldur ekki hvað Laufey ætlar sér, hvort hún ætlar að sprikla eitthvað til gamans í sumar eða hvort hún ætli að taka þetta á fullri alvöru og ætli sér að spila fótbolta áfram," segir Sigurður Ragnar sem fagnar endurkomu þessarar snjöllu knattspyrnukonu. „Hún hefur átt við erfið meiðsli að stríða en hún hefur ekki fundið fyrir þeim undanfarnar vikur sem er mjög jákvætt," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Sigurður Ragnar er þessa daganna að leggja lokahöndina á að velja 22 manna landsliðshóp fyrir EM en hann getur ekki valið Laufeyju þrátt fyrir að hafa hrifist af innkomu hennar í gær. „Laufey kemur ekki til greina í lokakeppnishópinn því við erum búin að skila inn 40 manna lista til UEFA. Ég má bara velja leikmenn sem eru á þeim lista," segir Sigurður og bætir við: „Hún kemur því ekki til greina í EM-hópinn en ef hún heldur áfram að æfa fótbolta þá kemur hún að sjálfsögðu til greina í landsliðshópinn eins og allir aðrir leikmenn," segir Sigurður Ragnar. Laufey kom inn á 64. mínútu, skoraði tvö mörk og fiskaði eitt víti á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. „Mér fannst hún eiga mjög góða innkomu í þennan leik og hún er frábær leikmaður. Vonandi heldur hún áfram sem lengst í fótbolta," segir Sigurður Ragnar. „Hún virkaði ekki mjög ryðguð og maður sá strax hvað hún er með góðan leikskilning og góð hlaup. Hún spilar boltanum vel frá sér og það er mikið spil í kringum hana. Ég hef oft séð hana spila í gegnum tíðina og hún er frábær leikmaður," segir landsliðsþjálfarinn. Það er nóg að gera hjá kvennalandsliðinu í haust því undankeppni HM tekur strax við af EM. „Það eru landsleikir í sepetember og október og ef hún er að spila út tímabilið og er að spila vel þá veit maður aldrei. Ég veit heldur ekki hvað Laufey ætlar sér, hvort hún ætlar að sprikla eitthvað til gamans í sumar eða hvort hún ætli að taka þetta á fullri alvöru og ætli sér að spila fótbolta áfram," segir Sigurður Ragnar sem fagnar endurkomu þessarar snjöllu knattspyrnukonu. „Hún hefur átt við erfið meiðsli að stríða en hún hefur ekki fundið fyrir þeim undanfarnar vikur sem er mjög jákvætt," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira