Lífið

Ekkert að spá í sigurgönguna

Í barnaeignarfríi Sigur Rósar strákarnir slappa nú af með börnunum, nema Jónsi sem verður á fullu á næstunni með sólóplötuna Go.
Í barnaeignarfríi Sigur Rósar strákarnir slappa nú af með börnunum, nema Jónsi sem verður á fullu á næstunni með sólóplötuna Go.

Nú er víða verið að gera upp áratuginn sem er að líða. Þegar plötur áratugarins eru teknar saman er nánast öruggt að einhver plata með Sigur Rós ratar á listann. Þótt Ágætis byrjun hafi komið út árið 1999 og tilheyri því síðustu öld í íslenskum annálum kom hún út árið 2000 á alþjóðamarkaði. Síðan komu ( ), Takk og Með suð í eyrum við spilum endalaust, auk ýmissa aukaplatna.

Það nýjasta í sigurgöngu Sigur Rósar á listunum er í öðru sæti á lista Metacritic yfir þá listamenn sem hæst skor fá á áratugnum. Metacritic safnar saman á einn stað dómum víðs vegar að og er Sigur Rós með meðaleinkunnina 83,5 af 100 mögulegum fyrir fjórar plötur. Aðeins kanadíska hljómsveitin Spoon er með hærra skor. Sigur Rósar-strákarnir eru minnst að spá í þetta.

„Nei, maður er nú ekkert að leita þetta uppi, en ef maður sér eitthvað um þetta í Fréttablaðinu er það bara frábært og gaman,“ segir Georg bassaleikari. „Við pælum satt að segja ekkert í þessu.“

Georg segir Sigur Rós í barneignarfríi. „Stelpan hans Kjartans er orðin eins árs, ég var að eignast mitt þriðja barn fyrir tveimur mánuðum og Orri á von á einu í næsta mánuði. Við erum bara rólegir og Jónsi er á fullu í sínu dóti. Það er bara að leyfa honum að klára það. Við njótum bara lífsins með börnunum á meðan.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.